fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Karen Read segir að kviðdómur hafi ætlaði að sýkna hana áður en dómari lýsti yfir réttarspjöllum

Pressan
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn Karen Read segja að kviðdómur í málinu hafi ætlað sér að sýkna hana af morðákæru, áður en dómari lýsti yfir réttarspjöllum, eða því sem á ensku kallast mistrial. Karen var ákærð fyrir að hafa myrt kærasta sinn, lögreglumanninn John O’Keefe sem fannst látinn fyrir utan heimili samstarfsfélaga veturinn 2022.

Karen var sögð hafa keyrt yfir kærasta sinn og svo stungið af frá vettvangi á meðan John lést af sárum sínum. Málið vakti mikla athygli þar sem verjendur Karenar héldu því fram að hér væri verið að bera Karen rangri sök. Hún væri saklaus og lögreglan hefði sjálf eitthvað óhreint í pokahorninu sem nú stæði til að kenna Karen um. Líklega hefði John látið lífið eftir að hafa lent í slag við samstarfsfélaga og lögreglan væri nú að þétta raðirnar til að bjarga orðspori sínu. Áverkar á líki John gætu ekki verið eftir bifreið. Lík John fannst fyrir utan heimili lögreglumannsins Brian Albert. Mágkona Brian sem var á svæðinu þessa nótt leitaði upplýsinga á Google um hversu langan tíma það tæki manneskju að láta lífið í kuldanum og lögreglumaðurinn Proctor sem er vinur Brian, og sá um rannsókn á andláti John, sendi mörg skilaboð á meðan á rannsókninni stóð til kollega sinna þar sem hann kallaði Karen öllum illum nöfnum og sagðist óska sér þess heitast að hún svipti sig lífi.

Sjá einnig: Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Þetta varð til þess að fjölmenn mótmæli áttu sér stað fyrir utan dómshúsið þar sem kallað var eftir því að Karen yrði sleppt úr haldi. Verjendur sökuðu lögreglu um að hafa falsað sönnunargögn og ýmislegt annað var týnt til sem vakti tortryggni gagnvar bæði embætti lögreglu sem og gæða rannsóknar á andláti John.

Kviðdómur í málinu tók sér fimm daga til að komast að niðurstöðu, en komust ekki að niðurstöðu. Með öðrum orðum við kviðdómurinn klofinn. Dómari ógilti því dómsmálið og þarf að taka það fyrir að nýju.

Nú segja verjendur Karenar að kviðdómur hafi þó komist að niðurstöðu. Karen væri saklaus. Enginn hafi trúað því að hún hafi af ásetningi banað kærasta sínum. Það eina sem kviðdómur gat ekki komið sér saman um var hvort Karen væri sek um manndráp af gáleysi. Ákvörðun dómara um að ógilda réttarhöldin með öllu eru því nokkuð umdeild. Dómara er heimilt að leita afstöðu kviðdóms til hvers ákæruliðar fyrir sig. Þetta gerði dómarinn í þessu máli ekki. Eins er dómara heimilt að láta alla meðlimi kviðdóms gera grein fyrir afstöðu sinni, það var ekki heldur gert. Dómarinn ákvað eins að nöfnum kviðdóms yrði haldið leyndum og tók fram að fólk sem tengist málinu hafi nú verið kært fyrir ógnanir.

Saksóknari hefur boðað nýja kæru en verjendur Karenar segjast ætla að fá henni vísað á bug á grundvelli lagaákvæða um að ekki megi rétta yfir manneskju tvisvar fyrir sama brotið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega