fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Faraldur mannshvarfa sagður geysa á Tenerife

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 19:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál ungs bresks manns sem leitað hefur verið á Tenerife síðustu þrjár vikur hefur verið talsvert í fréttum. Hann er þó alls ekki sá eini sem horfið hefur á eyjunni sem svo margir Íslendingar hafa heimsótt eða búa á. Alls hafa ellefu manns horfið á eyjunni síðasta hálfa árið.

Daily Mail greinir frá þessu. Gróflega áætlað, miðað við íbúafjölda, myndi slík tíðni mannshvarfa á sama tímabili þýða að 3-4 hefðu horfið á Íslandi og hátt í 100 í London.

Ungi maðurinn sem leitað hefur verið er 19 ára gamall og heitir Jay Slater. Lögreglan hefur hætt leit að honum en fjölskylda hans hefur haldið leit áfram með aðstoð almennra borgara á Tenerife. Talið er mögulegt að hann hafi á einhvern hátt flækst inn í átök breskra eiturlyfjasala og ítölsku mafíunnar um fíkniefnamarkaðinn á eyjunni sem milljónir ferðamanna sækja árlega heim.

Slater er ellefta manneskjan sem hefur horfið á Tenerife síðustu 6 mánuði. Listinn lengist eftir því sem lengra er farið aftur í tímann og nokkur dæmi eru um mannshvörf sem enn eru óleyst eftir um 40 ár.

Þau sem horfið hafa á Tenerife undanfarna sex mánuði eru:

Mariel González Gutiérrez og sonur hennar Sebastian Cobos Gonzalez

Mæðginin eru 27 ára og 2 ára og frá Mexíkó. Þau hurfu frá norðurhluta eyjunnar í mars síðastliðnum. Málið er talið tengjast forræðisdeilu Mariel við föður Sebastian en dómari hafði komist að þeirri niðurstöðu að forræðið yrði sameiginlegt. Talið er líklegt að mæðginin hafi komist úr landi og móðirin þar með numið drenginn á brott.

Natalia Belavus og sonur hennar Vladimir Marcella

Mæðginin eru frá Belarús og hurfu einnig í mars. Talið er að um sambærilegt tilfelli sé að ræða og hjá mexíkósku mæðginunum.

Marc Francis Olbrechts

Belgískur ríkisborgari, 71 árs gamall, hvarf í apríl á suðvesturhluta Tenerife. Eiginkona hans, Laura Gaston sem var 66 ára, fannst látin í sjónum undan strönd eyjunnar en þá vantaði á hana annan handlegginn og báða fætur. Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um að eiga aðild að dauða hennar og hvarfi Marc, einn á Tenerife og tveir í Belgíu. Hjónin sáust síðast fótgangandi á leið í jóga.

Marek Siedlecki 

Pólskur ríkisborgari. Hvarf um miðjan júní síðastliðinn. Var að sigla bát sínum til eyjunnar Lanzarote sem tilheyrir einnig Kanaríeyjum. Talið er líklegt að báturinn hafi bilað það mikið að Siedlecki hafi ekki getað stýrt honum og bátinn því rekið stjórnlaust.

Noelia Hernandez Martin

Sautján ára stúlka sem hvarf í janúar síðastliðnum á norðurhluta Tenerife.

Marek J 

51 árs. Hvarf í júní en raunar á nágrannaeyju Tenerife, La Gomera.

Juan Cabrera Gonzalez

Sextugur, hann hvarf í janúar síðastliðnum en sást síðast á norðurhluta Tenerife.

Rayco Garcia Diaz

Var 44 ára þegar hann hvarf í mars síðastliðnum á austanverðri Tenerife.

Ryan Cooney

Er frá Írlandi. Var 28 ára gamall þegar hann var á ferðalagi á Tenerife í nóvember síðastliðnum og hvarf á amerísku ströndinni, Playa de las Americas, sem margir Íslendingar þekkja. Að sögn hafði verið ráðist á Ryan og hann rændur áður en hann hvarf. Hann birtist hins vegar heill á húfi 4 dögum síðar.

Daily Mail rifjar einnig upp nokkur eldri mannshvarfsmál á eyjunni vinsælu. Á níunda áratug síðustu aldar dvöldu tveir breskir menn á Tenerife þegar þeir hurfu, annar 1985 og hinn 1987. Þeir sáust síðast á amerísku ströndinni. Hvorugt málanna hefur verið upplýst. Árið 2004 hvarf 24 ára breskur maður sem bjó þá á amerísku ströndinni og starfaði á bar þar. Hann sást síðast á gangi á leið á vinnustaðinn. Eigur hans fundust í íbúðinni þar sem hann bjó en maðurinn sjálfur hefur aldrei fundist.

Einna hryggilegast er mál hins írska Peter Wilson sem hvarf árið 2019 þegar hann var 34 ára og tveggja barna faðir. Hann var á gangi á leið á amerísku ströndina þegar hann hvarf sporlaust. Óttast var að hann hefði verið myrtur. Lík hans fannst hins vegar 2021 en þá kom í ljós að hann hefði villst og fallið niður mikinn bratta í nágrenni verslunarmiðstöðvar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina