fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Daniel vaknaði dag einn og var gjörbreyttur – Eitthvað hafði gerst og læknar geta ekki skýrt hvað

Pressan
Mánudaginn 8. júlí 2024 07:00

Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaferðalög eru kannski eitthvað sem á sér stað í vísindaskáldsögum en í huga Daniel Porter, 37 ára fjölskylduföður, varð tímaferðalag að raunveruleika fyrir tveimur árum, svona að vissu leyti. Dag einn vaknaði hann sannfærður um að hann væri staddur á tíunda áratug síðustu aldar og að hann væri 16 ára.

Þetta var ekki draumur eða nostalgíukast, þetta var upphafið á erfiðri ferð fyrir hann og fjölskyldu hans því að á einni nóttu glataði hann öllu minningum sínum um tvo áratugi.

„Hann vaknaði um morguninn og hafði ekki hugmynd um hver ég var eða hvar hann var. Hann var mjög ringlaður. Ég sá að hann þekkti ekki svefnherbergið,“ sagði Ruth Porter, eiginkona hans, í samtali við Daily Mail.

Daniel var svo ringlaður að hann hélt að hann hefði annað hvort djammað all svakalega um nóttina eða þá  að honum hefði verið rænt. Það hélt hann vegna þess að þegar hann vaknaði sá hann ókunnuga konu við hliðina á sér í rúminu. Þess utan þekkti hann ekki eiginn spegilmynd.

Hann mundi ekkert eftir Ruth, 10 ára dóttur þeirra eða hundum fjölskyldunnar.

Læknar greindu hann með Transient Global Amnesia en það er ástand þar sem skammtímaminnið hverfur skyndilega, þó venjulega bara í skamman tíma.

Eins og gefur að skilja var minnisleysi Daniels erfitt fyrir fjölskylduna og eins og Ruth lýsti því þegar hún talaði um hjónaband þeirra: „Þetta er undarlegt, því ég er í gömlu sambandi en hann í nýju.“

Læknar telja að margir þættir hafi valdið því að Daniel missti minnið, þar á meðal eru atvinnumissir, fjárhagsvandræði og áverkar á baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hreinsaður af manndrápsdómi eftir tæpa hálfa öld á dauðaganginum

Hreinsaður af manndrápsdómi eftir tæpa hálfa öld á dauðaganginum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“