fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Sakamál: Sá vinkonu sína myrta í draumi en var sjálf grunuð um morðið – „Ég myndi aldrei gera Kelly mein“

Pressan
Laugardaginn 6. júlí 2024 21:00

Kelly Brennan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kelly Brennan var falleg og heillandi, 46 ára gömul kona, sem bjó í bænum Indialantic í Florida. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í bænum og var elskuð og dáð af samstarfsfólki og sjúklingum fyrir einstaklega alúð í starfi auk hlýju og glaðværðar.

Þegar Kelly skilaði sér ekki í vinnu leið ekki á löngu þar til yfirmenn hennar höfðu haft samband við lögreglu og tilkynntu um hvarf hennar. Um sólarhring síðar fannst hún látin á strandsvæði sem heitir Marks Landing og er nálægt bænum Indialantic. Kelly hafði verið barin til bana með þungu áhaldi. Þetta var 16. febrúar árið 2010.

Það voru sérkennilegar upplýsingar frá vinkonu Kelly, Sheila Trott, sem leiddu lögreglu að líkfundinum. Það var raunar móðir hennar, sem á grunni þeirra upplýsinga, hringdi í lögregluna og sagði að Kelly hefði líklega verið myrt.

Sheila deildi með lögreglu sérkennilegum og óvenjulega skýrum draumi sem hana hafði dreymt um nóttina. Hún sá Kelly vinkonu sína í rifrildi við ótilgreindan karlmann. Þau voru stödd í Marks Landing, skammt frá sjónum. Sheila taldi að vinkona sín væri í mikilli hættu, ef ekki látin, og hún væri stödd í Marks Landing.

Skömmu eftir að lögregla fór þangað fann hún lík Kelly. En hvernig gat Sheila hafa vísað þeim þangað ef hún var ekki viðriðin málið? Hún bar fyrir sig þessari draumsýn, miðilshæfileikum, sem hún hafði þó ekki flíkað áður.

Ekki löngu síðar fékk Sheila ítarlegri hugsýn um dauða Kelly og skrifaði niður fjögurra blaðsíðna lýsingu á því sem gerðist. Sú saga endaði á því að ókunnur karlmaður barði Kelly til dauða með þungu áhaldi. Lögreglan og saksóknari litu á þennan texta sem skriflega játningu, en ekki lýsingu sjáanda á morði.

Lögregluna grunaði Sheilu sjálfa frá upphafi og lagði engan trúnað á miðilshæfileika hennar. Sheila harðneitaði að hafa ráðið vinkonu sinni bana. „Ég myndi aldrei gera Kelly mein,“ sagði hún.

Sheila Trott

Brostin hjónabönd

Vinkonurnar Kelly og Sheila áttu það sameiginlegt að hjónabönd beggja höfðu farið í vaskinn. Sheila hafði gifst Daniel og unnið í þremur störfum til að styðja hann í gegnum flugskóla. Í millitíðinni var Daniel kjörinn bæjarstjóri í Indialantic. Lífið brostið við honum og hann var myndarlegur, gekk í augun á kvenfólki. Sheila, sem starfaði við fasteignasölu, komst að því að Daniel var að halda framhjá henni. Það lét hún ekki bjóða sér og sótti um skilnað.

Um svipað leyti skildi Kelly við eiginmann sinn til margra ára. Nokkrum árum síðar fóru Kelly og Daniel að stingja saman nefjum og urðu par. Einhverjir héldu því fram að Sheila hafi orðið brjáluð af afbrýðisemi en hún harðneitaði því er lögreglan spurði hana út í þetta. Hún sagðist meira að segja hafa komið þeim saman, Kelly og Daniel, og það síðasta sem hún hefði áhuga á væri að byrja aftur með Daniel.

En þetta styrkti bara þá sannfæringu lögreglunnar að Sheila væri morðinginn. Saksóknari taldi að hún væri að ljúga því að hún hefði komið Kelly og Daniel saman. Staðreyndi væri sú að samband þeirra hefði gert hana ofsareiða.

Skaðlegur vitnisburður sonanna

Þrátt fyrir tilfinnanlegan skort á beinum sönnunargögnum var Sheila ákærð fyrir morðið á Kelly. Það sem líklega réði úrslitum í réttarhöldunum var framburður sona hennar fyrir dómi en þeir leiddu fram upplýsingar sem ekki höfðu komið fram áður.

Kvöldið fyrir morguninn sem Kelly skilaði sér ekki til vinnu á sjúkrahúsinu hafði Sheila komið heim í mjög annarlegu ástandi. Hún var í miklu uppnámi og sagði að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir Kelly. Synir hennar, sem þá voru 14 og 16 ára, fóru með henni í bíl að Marks Landing og þar sáu þau lík Kelly úti í runna.

Synirnir sögðu lögreglu ekki frá þessu en greindu frá þessu við réttarhöldin. Daginn eftir greindi Sheila móður sinni frá „draumnum“ um Kelly og að hún væri viss um að Kelly hefði verið myrt. Móðirin hringdi í neyðarlínuna án þess að gera sér grein fyrir því að hún væri þar með að stuðla að því að dóttir hennar yrði ákærð fyrir morð.

Árið 2014 var Sheila Trott fundin sek um morð á vinkonu sinni, Kelly Brennan. Hún hefur ávallt neitað sök í málinu og segir að morðingi vinkonu hennar gangi enn laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon