fbpx
Mánudagur 08.júlí 2024
Pressan

Kórónuveiran í sókn – Ný sjúkdómseinkenni fylgja nýjum afbrigðum

Pressan
Föstudaginn 5. júlí 2024 04:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran er í sókn  og ný afbrigði eru komin fram á sjónarsviðið og þeim fylgja ný sjúkdómseinkenni.

Þetta er staðan í Danmörku í dag en danska smitsjúkdómastofnunin mælir magn kórónuveirunnar í fráveitukerfum í nokkrum bæjum og borgum til að fylgjast með stöðunni. Að auki hefur staðfestum smitum fjölgað að undanförnu. Aukningin er 31% og er það ansi mikið að mati smitsjúkdómastofnunarinnar.

TV2 hefur eftir Bolette Søborg, yfirlækni hjá smitsjúkdómastofnuninni, að reiknað sé með að smittilfellum muni fjölga en þó ekki svo mikið að staðan nálgist að vera eins og hún er á veturna.

Staðan varðandi smit er önnur nú en á sama tíma á síðasta ári ef miðað er við mælingar á magni veirunnar í fráveitukerfunum. Á síðasta ári var þróunin sú að magnið fór minnkandi fram í júlíbyrjun en þá fór það að aukast og gerði fram í desember. Í ár hefur magnið aukist síðan í lok maí.

Søborg benti á að nokkuð sé um liðið síðan fólk var bólusett gegn veirunni og einnig sé nokkuð síðan hin stóra smitbylgja vetrarins herjaði. Af þessum sökum fari ónæmið minnkandi.

Það eru Ómikronafbrigðin KP.2 og KP.3 sem eru mest áberandi í Danmörku núna. Þessi sömu afbrigði valda einnig aukningu á smittilfellum í öðrum ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum.

KP.2 hefur lengi verið hið ráðandi afbrigði í Bandaríkjunum en nú er KP.3 í mikilli sókn. Þessi afbrigði eru ein þau mest smitandi sem fram hafa komið. Góðu fréttirnar eru hins vegar að hvorki þessi afbrigði né önnur, sem voru á sveimi í vetur, virðast valda alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Søborg benti á að þessi stökkbreyttu afbrigði leggi allt í sölurnar til að vera sem mest smitandi og það gerist á kostnað þess hversu alvarlegum veikindum þau valda.

Hefðbundin einkenni COVID-19 eru hiti, kvef, hósti, hálsbólga, höfuðverkur, þreyta og öndunarörðugleikar. Nýju afbrigðunum fylgir líka vægur niðurgangur og uppköst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Það er eins og við höfum opnað hlaðborð“

„Það er eins og við höfum opnað hlaðborð“
Pressan
Í gær

Merkur fornleifafundur í hlíð einni

Merkur fornleifafundur í hlíð einni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin