fbpx
Mánudagur 08.júlí 2024
Pressan

Belgíska lögreglan hættir rannsókn á „Klikkuðu morðingja“ ráðgátunni – Myrtu 28 manns

Pressan
Föstudaginn 5. júlí 2024 18:00

Teikning sem lögreglan lét gera af einum morðingjanna 2010.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur belgíska þjóðin beðið þess að lögreglunni takist að leysa ráðgátuna um „Klikkuðu morðingjana“ sem myrtu 28 manns á árunum 1982 til 1985. En á föstudaginn tilkynnti lögreglan að rannsókninni hafi nú verið hætt og bætist málið því við svokölluð „köld mál“, mál sem ekki hefur tekist að upplýsa.

The Guardian segir að frá 1982 til 1985 hafi gengi eitt myrt 28 manns, þar á meðal börn, þegar það framdi rán í stórmörkuðum. Fékk gengið viðurnefnið „Klikkuðu morðingjarnir frá Brabant“.

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um hverjir voru félagar í genginu enda hefur málið að vonum leitað mjög á belgísku þjóðina í um fjóra áratugi. Belgískir fjölmiðlar kalla málið „stærstu sakamálaráðgátu síðustu aldar“.

Ein af kenningunum, sem var tekin mjög alvarlega, er að gengið hafi ætlað sér að grafa undan ríkisvaldinu og að meðlimir þess hafi verið núverandi eða fyrrverandi lögreglumenn sem hneigðust til öfgahægri skoðana.

En lögreglunni tókst ekki að leysa málið þrátt fyrir fjölda rannsókna, fjölda fingrafara og DNA-rannsókna, að tugir líka voru grafin upp og rannsökuð og einnig handtók lögreglan fólk vegna rannsóknarinnar.

Á föstudaginn boðaði lögreglan fjölskyldur fórnarlambanna, það er þá ættingja sem eru enn á lífi, til fundar og kynnti ákvörðun sína um að hætta rannsókninni.  Ann Fransen, ríkissaksóknari, sagði að fundi loknum við fréttamenn að því miður hafi ekki tekist að leysa málið en hún hefur stýrt rannsókn málsins síðust sex árin.

Kristiaan Vandenbussche, lögmaður, sagðist telja að hylmt hafi verið yfir eitt og annað í rannsókninni og sakaði spillta lögreglumenn um að „vinna skemmdarverk“ á rannsókninni til að vernda hina grunuðu.

Það þykir gera málið enn dularfyllra að ránsfengur gengisins var aðeins sem nemur um 26 milljónum íslenskra króna og þykir það benda til að peningar hafi ekki verið ástæðan fyrir að 28 voru drepnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er eins og við höfum opnað hlaðborð“

„Það er eins og við höfum opnað hlaðborð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merkur fornleifafundur í hlíð einni

Merkur fornleifafundur í hlíð einni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin