fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Pressan

Tveggja ára stúlka hætt komin í afmæli eftir að hafa fengið sér drykk sem öll börn elska 

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja ára stúlka er sögð hafa verið aðeins hálftíma frá því að deyja eftir að hafa fengið sér drykk sem er í uppáhaldi hjá mörgum börnum í barnaafmæli um liðna helgi.

Stúlkan, sem heitir Arla og er búsett í Bretlandi, fékk sér ískrap í afmælinu og aðeins um hálftíma eftir að hafa fengið sér drykkinn fór stúlkunni að líða einkennilega. Kvartaði hún undan mikilli þreytu áður en líkami hennar varð gráleitur og hún missti meðvitund.

Stacey Agnew, amma stúlkunnar, segir í samtali við Daily Record að hún hafi drifið sig með stúlkuna á sjúkrahús þegar hún tók eftir því að ástandi hennar virtist hraka hratt. Á sjúkrahúsinu var stúlkan greind með glýseról-eitrun og alvarlegt blóðsykurfall.

„Ég óttaðist að hún myndi ekki lifa þetta af,“ segir Stacey en Arla missti meðvitund í bílnum á leiðinni á sjúkrahúsið. Sagði læknirinn, áður en Arla var útskrifuð af spítalanum, að ekki hafi mátt muna miklu að verr færi. Tuttugu mínútur í þessu samhengi hefðu getað skorið úr um líf eða dauða.

„Þetta var skelfilegur dagur. Ekki grunaði mig að ég gæti misst barnabarnið mitt út af ískrapi,“ bætir amman við.

GlýserólE-422, í hóflegu magni er ekki hættulegt en vegna þess hversu mikið magn af því er í ískrapi getur það reynst varasamt fyrir börn. Meðal vægra eitrunareinkenna er höfuðverkur, ógleði og uppköst en alvarleg eitrunareinkenni geta valdið meðvitundarleysi.

Samkvæmt lögum í Bretlandi eiga framleiðendur að merkja sýróp sem notað er til ískrapsgerðar með viðvörun um mögulegar afleiðingar neyslu þess hjá ungum börnum. Engar slíkar merkingar var hins vegar að finna á sýrópinu sem notað var í afmælinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í áratug – Líkamsleifar hans fundust á vinnustaðnum

Hans var saknað í áratug – Líkamsleifar hans fundust á vinnustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði vegna lögreglumanns sem beitti fólskulegu ofbeldi

Mikil reiði vegna lögreglumanns sem beitti fólskulegu ofbeldi
Pressan
Fyrir 1 viku

„Dýrmætt barn“ fannst látið í endurvinnslustöð árið 2013 – Hvernig fann lögreglan morðingjann?

„Dýrmætt barn“ fannst látið í endurvinnslustöð árið 2013 – Hvernig fann lögreglan morðingjann?