fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Pressan

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 07:46

Haniyeh er hér til vinstri með nýjum forseta Írans. Myndin var tekin aðeins nokkrum klukkustundum áður en Haniyeh var drepinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ismail Haniyeh, einn af æðstu ráðamönnum Hamas, var drepinn í drónaárás Ísraelshers í Tehran, höfuðborg Írans, í nótt. Ísraelsher hefur lengi reynt að ráða Haniyeh af dögum en þrír synir hans voru drepnir í loftárás á flóttamannabúðir í Gasa í apríl síðastliðnum.

Haniyeh ferðaðist til Tehran í gær til að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta landsins, Masoud Pezeshkian, sem vann írönsku forsetakosningarnar fyrir skemmstu. Sjálfur var hann búsettur í Katar og fór hann fyrir pólitískum armi Hamas-samtakanna.

Óvíst er hvaða áhrif þetta mun hafa á framvindu mála fyrir botni Miðjarðarhafs, en Haniyeh var í forsvari Hamas-samtakanna í viðræðum um hugsanlegt vopnahlé og lausn ísraelskra gísla. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur fordæmt morðið á Haniyeh og segir að það geti haft „hættulegar“ afleiðingar í för með sér.

Nokkrum klukkustundum áður en Haniyeh var drepinn gerði Ísraelsher árás á Beirút, höfuðborg Líbanons, þar sem Fuad Shukr, hátt settur herforingi innan Hezbollah-samtakanna, var drepinn. Hezbollah-samtökin hafa ekki staðfest dauða hans en Ísraelsmenn segja að hann hafi verið drepinn í árásinni.

Nader Hashemi, prófessor í Miðausturlandafræðum við Georgetown University, segir við BBC í morgun að morðið á Haniyeh færi þennan heimshluta nær allsherjarstríði. „Þetta er stór atburður,“ segir hann og vísar einnig til árásarinnar sem gerð var á Shukr í Beirút.

Hann segir að atburðir síðustu vikna og mánaða hafi bent til þess að hvorki Íran né Hezbollah-samtökin væru tilbúin að láta átökin stigmagnast en atburðir gærkvöldsins og næturinnar gætu hæglega breytt því. Bæði rússnesk og tyrknesk yfirvöld hafa fordæmt morðið á Haniyeh og segja Rússar að morðið muni óhjákvæmilega leiða til stigmögnunar átakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segist vita af hverju karlar halda framhjá konum sínum – „Ég er lögð yfir eldhúsborðið þegar hún er ekki heima“

Segist vita af hverju karlar halda framhjá konum sínum – „Ég er lögð yfir eldhúsborðið þegar hún er ekki heima“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bílarnir sem eru líklegastir til að ná 300 þúsund kílómetrum

Þetta eru bílarnir sem eru líklegastir til að ná 300 þúsund kílómetrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fatafella skýrir frá „óhugnanlegum sannleik“ um karla – Segir að 80% þeirra geri þetta

Fatafella skýrir frá „óhugnanlegum sannleik“ um karla – Segir að 80% þeirra geri þetta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að rífa hausinn af máv sem stal frönskum kartöflum

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að rífa hausinn af máv sem stal frönskum kartöflum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skrikaði fótur fyrir framan föður sinn og féll um 60 metra til bana

Skrikaði fótur fyrir framan föður sinn og féll um 60 metra til bana
Pressan
Fyrir 1 viku

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi