fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Pressan

Komst lífs af eftir að hafa verið hlekkjuð við tré í 40 daga

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 21:30

Lalita Kayi Kumar á sjúkrahúsi eftir 40 daga vítisvist í indverskum frumskógi. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fannst um helgina hlekkjuð við tré í frumskógi á Indlandi. Talið er að konan hafi verið alfarið án matar og segist hún hafa verið föst við tréð í 40 daga þar til fjárhirðir fann hana. Lögreglan leitar nú eiginmanns konunnar sem er grunaður um að standa á bak við verknaðinn.

Konan er sögð af indverskum uppruna en fædd í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að hún sé fimmtug og heiti Lalita Kayi Kumar. Vegabréf hennar og önnur persónuleg gögn fundust á henni auk útrunnins indversks vegabréfs.

Talið er að Kumar hafi búið á Indlandi síðastliðin 10 ár ásamt eiginmanni sem sagður er heita Satish. Kona hans hefur enn ekki getað talað vegna ástands síns en skrifaði á miða að Satish hefði hlekkjað hana við tréð og hún hefði verið þar í 40 daga.

Frumskógurinn er nærri þorpinu Sonurli sem er um 450 kílómetra suður af stórborginni Mumbai. Hafði Kumar verið hlekkjuð við tréð með keðju úr járni.

Kumar hafði orðið fyrir miklu vökatapi en hún segist ekkert hafa borðað á meðan hún var hlekkjuð við tréð. Annar fótleggur hennar var mjög bólginn eftir keðjuna

Manns hennar er nú leitað og er hann grunaður um meðal annars morðtilraun.

Kumar var fyrst flutt á heilgæslustöð en hefur verið flutt á betur búið sjúkrahús þar sem meðferð hennar verður framhaldið. Hún segir að maður hennar hafi farið með hana í skóginn og hlekkjað hana við tréð eftir að til deilna kom á milli þeirra.

Hversu lengi hægt að lifa matarlaus?

Lögreglan segir að Kumar sé ekki lengur í lífshættu en læknir segi hana glíma við geðræn veikindi og lyf hafi fundist í fórum hennar. Talið er að veikindin hafi ágerst við þessa löngu vítisvist í frumskóginum og að lifa svo lengi án matar getur valdið heilaskemmdum.

Þrátt fyrir ofþornunina virðist Kumar hafa getað drukkið eitthvað, til að mynda rigningarvatn því það er ómögulegt að lifa í 40 daga án vatns en án þess hætta líffæri líkamans að virka á innan við viku.

Ekki er talið fullvíst hversu lengi er hægt að lifa án matar en vísindamenn telja að það sé hægt í allt að þrjár vikur. Árétta ber að það þýðir alls ekki að það sé alfarið ómögulegt að gera það í 40 daga en dæmi eru um að til að mynda stríðsfangar hafi lifað svo lengi án matar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í áratug – Líkamsleifar hans fundust á vinnustaðnum

Hans var saknað í áratug – Líkamsleifar hans fundust á vinnustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði vegna lögreglumanns sem beitti fólskulegu ofbeldi

Mikil reiði vegna lögreglumanns sem beitti fólskulegu ofbeldi
Pressan
Fyrir 1 viku

„Dýrmætt barn“ fannst látið í endurvinnslustöð árið 2013 – Hvernig fann lögreglan morðingjann?

„Dýrmætt barn“ fannst látið í endurvinnslustöð árið 2013 – Hvernig fann lögreglan morðingjann?