fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Pressan

Tengist stolið Rolex-úr hvarfi unga mannsins á Tenerife?

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Debbie Duncan upplifir nú martröð flestra foreldra. Sonur hennar, Jay Slater, hvarf sporlaust í ferðalagi til Tenerife fyrir hálfum mánuði síðan og lögreglan á Spáni hefur nú blásið af leitina.

Seinast er vitað um Jay í fjalllendi þar sem hann hringdi í ferðafélaga sinn og sagðist vera þyrstur og týndur. Skömmu síðar tæmdist rafhlaðan í farsíma hans og því reynst ómögulegt að rekja ferðir hans frekar. Leit á svæðinu hefur engum árangri skilað, en þarna er um grýtt svæði að ræða þar sem mikið er um gjótur.

„Við erum náin fjölskylda og erum gjörsamlega miður okkar út af hvarfi hans. Orð fá ekki lýst sársaukanum og angistinni sem við erum að ganga í gegnum. Hann er fallegi drengurinn okkar sem á allt lífið framundan og við viljum bara að hann komi í leitirnar.“

Jay Slater er 19 ára gamall Breti sem ferðaðist til Tenerife með vinum sínum til að mæta á tónlistarhátíðina NRG. Jay varð viðskila við ferðafélaga sína á síðasta kvöldi hátíðarinnar. Hann hafði kynnst tveimur Bretum á Playa de Las Americas á ferðalagi sínu og yfirgaf hátíðina með þeim. Bretarnir tveir leigðu Airbnb húsnæði á afskekktum stað á eyjunni. Jay fylgdi þeim þangað en morguninn eftir ætlaði hann að taka rútuna aftur til Playa de Las Americas. Eitthvað fór þó úrskeiðis því skömmu síðar hringdi hann í ferðafélaga sinn og sagðist hafa misst af rútunni og væri nú týndur í fjalllendi og gæti ekki notast við símann sinn til að rata þar sem rafhlaðan var að tæmast.

Leitin að Jay var umfangsmikil en skilaði engum árangri. Debbie segir í yfirlýsingu sem hún birtir í gegnum góðgerðasamtökin LBT Global að sonur hennar sé ósköp venjulegur drengur. Hann sé vinsæll og vinamargur.

Debbie segist þakklát fyrir áhuga fjölmiðla og almennings á málinu en nú þurfi fjölskyldan þó frið til að ná áttum og lögreglan frið til að rannsaka hvarfið. Hún segir að umræðan á netinu hafi þó farið yfir velsæmismörk og sumar samsæriskenningarnar beinlínis særandi.

Ein kenningin sem bresku götublöðin hafa fjallað um síðustu daga er að Jay hafi komið sér í vandræði rétt áður en hann hvarf. Hann hafi stolið verðmætu Rolex úri og ætlað sér að selja það.

Mun Jay hafa greint vinum sínum frá þessu á Snapchat sem hann sendi eftir að hann yfirgaf tónlistarhátíðina með Bretunum tveimur. Sögusagnir herma að Jay hafi farið með mönnunum að skemmtistað sem kallast Papagayo og þar hafi verið kallað til lögreglu út af slagsmálum. Netverjar telja að þar hafi maður gengið berserksgang eftir að úri hans var stolið.

Rétt er að taka fram að bresku miðlarnir byggja þetta frásögn Mark Williams-Thomas sem er að rannsaka hvarfið en hann hefur birt færslur um rannsókn sína á samfélagsmiðlinum X og segist hafa fengið margar ábendingar um málið.

Í einni færslunni segir að upplýsingar hafi borist um að Jay hafi yfirgefið Airbnb húsnæðið um morguninn og sagt vinum að þangað gæti hann ekki snúið aftur, þó að það hefði nú átt að vera skynsamlegt í ljósi þess að sími hans var óhlaðinn. Samsæriskenningarnar telja að þessir tveir Bretar þurfi að svara fyrir ýmislegt en lögreglan á Spáni hefur þó gefið út að það sé búið að ræða við báða mennina og þeir tengist hvarfinu ekki með nokkrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka frásagnir 15 vændiskvenna sem segjast hafa reynslu af Rex Heuermann

Rannsaka frásagnir 15 vændiskvenna sem segjast hafa reynslu af Rex Heuermann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðhjón harðlega gagnrýnd fyrir reglulista sem gestir þurftu að hlíta eða fara heim

Brúðhjón harðlega gagnrýnd fyrir reglulista sem gestir þurftu að hlíta eða fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Engin miskunn – Taka hart á brúðarkjólum og slangri

Engin miskunn – Taka hart á brúðarkjólum og slangri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrtar með hrottafengnum hætti árið 1996 – Hinn seki fannst loksins 28 árum seinna

Myrtar með hrottafengnum hætti árið 1996 – Hinn seki fannst loksins 28 árum seinna