fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Pressan

Megrunarlyfin Wegovy og Ozempic gætu valdið sjaldgæfri og skyndilegri blindu

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 16:04

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem tekur inn lyfin Ozempic eða Wegovy gætu átt á hættu að þróa með sér sjaldgæfa tegund af blindu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem fór fram eftir að augnlæknar veittu því eftirtekt að óvenju margir leituðu til þeirra með ástand sem kallast NAION, eða non-arterior ischemic optic neuropathy. Um er að ræða blóðþurrð í auga sem veldur skyndilegri og sársaukalausri sjónskerðingu í öðru auganu.

Þetta ástand mun vera sjaldgæft en læknar hjá Mass Eye lentu í því síðasta sumar að þrír leituðu til þeirra með NAION og það í sömu vikunni. Allir þrír sjúklingarnir voru að taka inn semaglútíðe-lyf sem er virka efnið í Ozempic og Wegovy. Lyfin eru tæknilega sykursýkislyf en hafa notið vinsælda undanfarin ár sem þyngdarstjórnunarlyf.

Læknarnir fóru þá að skoða sjúkraskrár sex ár aftur í tímann og þá sáu þeir að fólk með sykursýki væri fjórum sinnum líklegra til að greinast með NAION ef það var að taka inn semaglútíð og sjúklingar í ofþyngd eða sem glíma við offitu voru rúmlega sjö sinnum líklegri til að glíma við NAION ef þeir voru að taka inn þyngdarstjórnunarlyf með semaglútíð. Áhættan þótti mest á fyrsta ári lyfjatöku.

Rannsóknin var birt í dag í læknaritinu JAMA Ophtalmology. Þar kemur fram að ekki sé um að ræða óyggjandi sönnun um að semaglútíð valdi NAION. Miðað við hversu margir taka inn lyfið þá þykja tilfellin fá, eða um 100 á ári. En þó er talið að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli.

Framleiðandi Ozempic og Wegovy, Novo Nordisk, segir að rannsóknin sé ófullkomin þar sem hún byggi ekki á nægilega umfangsmiklum og vönduðum gögnum til að sýna fram á óyggjandi orsakasamhengi milli NAION og semaglútíðs.

„Öryggi sjúklinga er í forgangi hjá Novo Nordisk og við tökum allar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir frá lyfjum okkar alvarlega,“ sagði talsmaður framleiðandans í svari við fyrirspurn CNN.

Læknirinn Joseph Rizzo, sem kennir við Harvard-háskóla, fór fyrir rannsókninni og segir að notkun semaglútíðs hafi aukist alveg gífurlega í hinum iðnvædda heimi og vissulega hafi lyfin sína kosti. Hins vegar telur Joseph að rannsókn hans sýni að læknum sé nauðsynlegt að ræða við fólk um hættuna á NAION áður en því er ávísað lyfið.

Sérfræðingum ber þó saman að rannsóknin þýði ekki að áhættan sé það gífurleg að hún trompi ávinning lyfjanna í að takast á við sykursýki og ofþyngd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig lyfið geti valdið NAION og að upplýsa fólk um áhættuna.

Nánar má lesa um rannsóknina hjá CNN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn gefur Warren Buffett til mannúðarmála – 5,3 milljarða dollara að þessu sinni

Enn gefur Warren Buffett til mannúðarmála – 5,3 milljarða dollara að þessu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að ljúga til um uppruna dætra sinna

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að ljúga til um uppruna dætra sinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrtar með hrottafengnum hætti árið 1996 – Hinn seki fannst loksins 28 árum seinna

Myrtar með hrottafengnum hætti árið 1996 – Hinn seki fannst loksins 28 árum seinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðinemi ætlaði að gera sjálfsmorðsárás á spítala

Hjúkrunarfræðinemi ætlaði að gera sjálfsmorðsárás á spítala
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést