fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Pressan

Þetta eru bílarnir sem eru líklegastir til að ná 300 þúsund kílómetrum

Pressan
Mánudaginn 29. júlí 2024 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að velja sér ökutæki en eitt af því mikilvægasta er ending þeirra.

Bandaríski bílavefurinn iSeeCars tók fyrir skemmstu saman upplýsingar um þær bifreiðar sem eru líklegastar til að ná 200 þúsund mílum, eða tæpum 322 þúsund kílómetrum.

Skoðaðar voru upplýsingar um 260 milljónir ökutækja sem seldar voru í Bandaríkjunum á árunum 2012 til 2022 og þeim tegundum sem ekið var mest raðað á þar til gerðan lista.

Í ljósi þess að niðurstöðurnar taka aðeins til bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum á tímabilinu þarf að taka niðurstöðurnar með smá fyrirvara. Bandarískur bílamarkaður er töluvert frábrugðinn þeim evrópska og sumar tegundir á listanum framleiddar sérstaklega fyrir markað í Norður-Ameríku.

Niðurstöðurnar sýna þó að ákveðnir bílaframleiðendur, sér í lagi frá Japan, virðast kunna að búa til bíla sem endast og endast. Á þetta einkum við um bíla úr smiðjum Toyota. Þá má geta þess að þegar kemur að endingartíma skiptir öllu að hugsa vel um bílinn og sinna reglulegu viðhaldi.

Hér eru þær tegundir sem eru líklegastar til að ná 200 þúsund bílum (322 þúsund kílómetrum) samkvæmt lista iSeeCars:

  1. Toyota Sequoia
  2. Toyota Land Cruiser
  3. Chevrolet Suburban
  4. Toyota Tundra
  5. GMC Yukon XL
  6. Toyota Prius
  7. Chevrolet Tahoe
  8. Honda Ridgeline
  9. Toyota Avalon
  10. Toyota Highlander Hybrid
  11. Ford Expedition
  12. Toyota 4Runner
  13. Toyota Sienna
  14. GMC Yukon
  15. Honda Pilot
  16. Honda Odyssey
  17. Toyota Tacoma
  18. Nissan Titan
  19. Ford F-150
  20. Toyota Camry Hybrid
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát
Pressan
Fyrir 1 viku

Hefur leitað að morðingja sonar síns í 24 ár – Þá barst skyndilega tölvupóstur sem umturnaði lífi hans að nýju

Hefur leitað að morðingja sonar síns í 24 ár – Þá barst skyndilega tölvupóstur sem umturnaði lífi hans að nýju
Pressan
Fyrir 1 viku

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 1 viku

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana