fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Pressan

Fatafella skýrir frá „óhugnanlegum sannleik“ um karla – Segir að 80% þeirra geri þetta

Pressan
Mánudaginn 29. júlí 2024 04:10

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatafellan Hayley Davies er alvön því að karlmenn hópist á strippstaðinn þar sem hún starfar. Oftar en ekki mæta þeir saman í tilefni af steggjun og segir Davies að þar fari oft fram hlutir sem séu ekki til eftirbreytni.

Í umfjöllun Indy100 um málið kemur fram að tölfræðin sýni að allt að 70% Bandaríkjamanna hafi haldið framhjá í tengslum við steggjapartí.

Davies, sem er 25 ára Ástrali búsett í Bandaríkjunum, getur staðfest að eitt og annað gerist í þessum partýum sem ekki sé til eftirbreytni. Í samtali við New York Post sagði hún að þegar hún starfaði á áströlskum strippstað hafi sýn hennar á trúmennsku breyst. „Ég starfaði á strippstað þar sem steggjapartí fóru oft fram. Ég myndi segja að flestir hinna verðandi brúðguma og vinir þeirra reyni að minnsta kosti að kyssa þig,“ sagði hún.

Hún sagði í tengslum við strippatriði sitt hafi hún notað froðu sem endaði á áhorfendum. Þegar hún hafi farið með þá afsíðis svo þeir gætu þrifið sig, hafi allt að 80% þeirra reynt við hana.

Hún tók sérstaklega fram að henni finnist ekkert athugavert við að karlar sæki strippstaði en hins vegar sé það engin afsökun fyrir að halda framhjá.

„Ég held að þeir karlar, sem halda framhjá maka sínum, líti ekki á fatafellur sem manneskjur. Þetta eru draumórar og þeim finnst að þetta telji ekki með. Þú sérð þetta á hvernig þeir tala um þig og við þig,“ sagði hún.

Hún sagði að þótt hún sé ekki hlynnt því að karlar haldi framhjá, sérstaklega þegar þeir eru við það að ganga í hjónaband, þá sé það ekki hennar starf að vera siðgæðisvörður. „Ef þeir vilja halda framhjá, þá halda þeir framhjá. Mér líkar það illa en auðvitað tek ég við peningum frá þeim. Þegar upp er staðið, þá er þetta á þeirra ábyrgð,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París
Pressan
Fyrir 1 viku

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum