fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Pressan

Lifrarbólga, lús, kláðamaur og niðurgangur herjar á íbúa Gaza

Pressan
Laugardaginn 27. júlí 2024 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur áhyggjur af dreifingu hættulegra smitsjúkdóma meðal íbúa á Gaza sem margir hafa þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraelshers.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir að veira sem veldur mænusótt eða lömunarveiki hafi þegar greinst í sýnum sem tekin hafa verið á svæðinu. Ekki hafa komið upp nein staðfest tilfelli mænusóttar en WHO segir að það geti verið fljótt að breytast.

Mænusótt getur lagst á taugakerfi líkamans og valdið lömun eða dauða þó að í flestum tilfellum séu einkenni sjúkdómsins væg. Eldra fólk og nýburar eru útsettari fyrir alvarlegum veikindum.

Það eru fleiri sjúkdómar sem valda WHO áhyggjum og þannig eru þegar staðfest 100 þúsund tilfelli af lifrarbólgu A á Gaza frá innrás Ísraels á Gaza í október í fyrra. Lifrarbólga A smitast með saursmiti eða með því að neyta matar eða drykkjar sem er mengaður af saur einstaklings sem er með veiruna. Bóluefni er til við bæði mænusótt og lifrarbólgu A.

Þá eru komin upp yfir milljón staðfest tilvik af öndunarfærasjúkdómum, 500 þúsund tilfelli af niðurgangi og um hundrað þúsund tilfelli af hárlús og kláðamaur.

Allt þetta hefur valdið enn meira álagi á heilbrigðiskerfi Gaza sem er fyrir löngu komið að fótum fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París
Pressan
Fyrir 1 viku

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum