fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Christie og Wesley tóku ákvörðun fyrir nokkrum árum, sem átti eftir að breyta lífi þeirra með jákvæðum hætti, ákvörðun sem ekki allir í þeirra sporum hefðu tekið.

Í ágúst 2021 fengu Christie, sem í dag er 49 ára, og Wesley, 46 ára, símtal. Karlmaður á hinum enda línunnar greindi þeim frá því að fyrrverandi eiginkona Wesley, sem var gengin 33 vikur á leið, hefði verið lögð inn á sjúkrahús með COVID. Wesley var varaður við því að fyrrverandi kona hans væri mjög illa haldin og læknar voru ekki vissir um hvort hún myndi lifa af.

Christie, sem hafði aldrei hitt fyrrverandi konu Wesley, fullvissaði eiginmann sinn um að ef fyrrum eiginkona hans myndi ekki lifa af þá skyldu þau ættleiða barn hennar og ala upp sem sitt eigið. Konan var sett af stað og fæddi soninn Levi eftir 33 vikna meðgöngu þann 9. ágúst 2021. Konan fékk heilablóðfall fimm dögum síðar og lést. 

„Þegar maðurinn minn sagði mér hvað væri að gerast sagði ég honum að við gætum tekið barnið,“ sagði Christie.

@cjthemom5 #adoption #adoptionstory #baby#love #foryou #fyp ♬ Thank You for Being You – OctaSounds

Christie, sem sjálf var alin upp sem fósturbarn, var miður sín og leitaði til barnaverndaryfirvalda og  sagði þeim að hún og Wesley vildu ala Levi upp. „Þetta var ekki auðvelt. Þar sem Levi fæddist í Texas og við bjuggum í Ohio hefðum við getað óskað eftir ríkisflutning til að fóstra hann en það myndi taka að minnsta kosti eitt ár,“ sagði Christie. „Hann myndi fara í fóstur til ókunnugra þann tíma og við vildum það ekki.“

Fjölskyldan var hrædd um að Levi yrði settur í fóstur á meðan ættleiðingin væri til skoðunar og pakkaði fjölskyldan því saman eigum sínum og flutti 2250 km leið frá Toledo í Ohio til San Antonio í Texas. Christie flutti til Texas í september 2021 og dvaldi hjá fyrrverandi mágkonu eiginmanns síns í mánuð áður en Wesley og fjögur börn þeirra fluttu í kjölfarið.

Hjónin ásamt börnunum fimm.

„Ég var sjálf fósturbarn og vildi ekki að hann færi í fósturkerfið. Við seldum húsið okkar og fluttum til Texas. Levi kom til því strax til okkar í fóstur,“ segir Christie. Levi kom til hennar í fóstur, 11 daga gamall, og ættleiddu hjónin hann rúmu ári síðar. 

„Við vildum öll vera viss um að Levi væri með okkur en það var erfitt að flytja börn í annað ríki. Að lokum voru allir sáttir á nýjum stað, sérstaklega hálfsystkini Levi. Allir voru sammála um að gera allt sem hægt væri til að halda Levi frá fóstri. Það var erfitt fyrir krakkana þar sem þau voru ánægð þar sem við bjuggum og áttu vini, við höfðum komið okkur vel fyrir í Toledo. Við vildum bara vera viss um að Levi væri með okkur.“

@cjthemom5 The news stories always share me stepping up. But my husband also did! #adoption #adoptionjourney #storytime #adoptionstory #fostercare #goodman #booktok #bluecollarlife #fyp #foryou ♬ Look After You – The Fray

Wesley segist einnig aldrei hafa verið í vafa um að ættleiða Levi.  

„Ég hugsaði mig ekki tvisvar um að ættleiða Levi. Ég varð strax ástfangin af honum. Ég ber sömu ást til hans og annarra barna minna. Hann hefur fengið mig til að átta mig á því að ég þyrfti að hætta að setja vinnuna í forgang og einbeita mér að því að vera pabbi ekki bara umsjónaraðili. Ég vann svo mikið þegar hin börnin mín voru yngri, ég missti af miklu. Hann gerir mig líka spennta fyrir litlu hlutunum aftur.“

Eftir að hafa búið í San Antonio í Texas í 16 mánuði  flutti fjölskyldan aftur til Toledo í Ohio, þar sem þau búa á sveitabæ. Levi, sem nú er tveggja ára, er orðinn hluti af fjölskyldunni  og þrátt fyrir að hann hafi aðeins verið nokkurra daga gamall þegar móðir hans lést segist Christie staðráðin í að halda minningu mömmu hans á lofti.

„Við höfum byrjað að eiga lítil samtöl við hann en hann skilur það ekki alveg. Ég ætla að setja myndir af mömmu hans í herbergið hans og hafa hana sýnilega – við ætlum ekki að fela hana fyrir honum. Við munum segja Levi að hann sé elskaður en við vitum að hann mun glíma við margs konar tilfinningar þegar hann skilur þetta allt betur. Ég ætla að skrifa persónulega bók og deila sögu mömmu hans með honum.“

Christie segir Levi sjálfstæðan og fjörugan ungan dreng. 

„Hann er mjög sjálfstæður og mjög klár. Hann kann stafrófið og er fullur af orku  og forvitni, hann er yngstur í fjölskyldunni okkar og miðpunktur athygli okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera