fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

„Dýrmætt barn“ fannst látið í endurvinnslustöð árið 2013 – Hvernig fann lögreglan morðingjann?

Pressan
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlkubarn, sem fékk upphaflega nafnið Dýrmætt barn (e. Baby Precious), fannst látin í endurvinnslustöð í Portland í Oregon árið 2013. Meira en 11 árum seinna hefur morðingi hennar hlotið dóm.

Þann 28. maí 2013 fannst nýfædd stúlka látin á endurvinnslustöð í Portland samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar. Dauði hennar var úrskurðaður morð. Rannsókn málsins án nokkurra vísbendinga um deili á barninu eða morðingja þess leiddi til þess að málið varð að óleystu morðmáli (e. Cold Case), en barnið varð þekkt undir nafninu „Baby Precious“.

Árið 2019 tók rannsóknarteymi lögregluembættisins sem sá um köldu málin við rannsókninni og vefsýni voru send til Bode Technology, einkaréttarrannsóknarstofu, til erfðafræðilegrar ættfræðirannsóknar. Tveimur árum síðar, í desember 2021, fékk einn rannsóknarlögreglumannanna nafnlausa ábendingu um fjölskyldutengsl.

„Það tók eitt og hálft ár í rannsókn að bera kennsl á móður og faðerni Baby Precious og finna þann grunaða,“ segir í tilkynningunni og einnig að rannsakendur hafi komist að því að barnið hét Amara.

Í september 2023 var Oliver, faðir barnsins, fundinn sekur af kviðdómi í Multnomah-sýslu fyrir margvíslegar ákærur, þar á meðal annars gráðu manndráp, þriðju gráðu nauðgun, fyrstu gráðu glæpsamlegrar misnotkunar og að leyna fæðingu ungbarns. Við aðalmeðferð málsins játaði Oliver sig aðeins sekan um einn lið ákærunnar, manndráp af gáleysi. Eftir samkomulag við saksóknara var hann dæmdur þann 19. júlí síðastliðinn í fjögurra ára fangelsi.

Fleygði barninu í ruslatunnu

Á blaðamannafundi sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Brandan McGuire að 15 ára móðir Amara hafi fætt hana á gólfi heimilis síns og að Oliver, sem þá var á fertugsaldri, hafi að sögn ekki leyft henni að leita til læknis á meðgöngunni. Telur lögreglan að þannig hafi hann viljað leyna sambandi þeirra vegna aldursmunarins.

„Hann fór með barnið úr íbúð sinni og á leið hans gangandi á sjúkrahúsið lést barnið. Þegar barnið sýndi engin viðbrögð neitaði hann að fara með barnið á sjúkrahúsið.“ Oliver fleygði því stúlkubarninu í nálæga ruslatunnu, sem sorphirða tæmdi og farið var með ruslið á næstu endurvinnslustöð. Morguninn eftir fundu starfsmenn stúlkubarnið á færibandinu.

Í fyrstu fréttatilkynningu lögregluembættisins þar sem tilkynnt var um ákæru gegn Oliver minnti lögreglan almenning á lög um öruggan stað fyrir nýbura. Lögin heimila foreldri að skilja ungbarn, sem er 30 daga gamalt eða yngra, eftir á sjúkrahúsi, fæðingarstofu, læknastofu, skrifstofu sýslumanns, lögreglustöð, slökkviliðsstöð eða heilbrigðisdeild sýslunnar. Foreldrið á ekki yfir höfði sér refsingu svo framarlega sem engin merki eru um misnotkun.

Móðir Amöru veitti lögreglunni alla aðstoð sem hún gat. Taldi hún öll þessi ár að dóttir hennar hefði komist á spítalann og væri á lífi enn þann dag í dag. Móðirin var ekki ákærð þar sem hún er þolandi nauðgunar af hálfu Oliver.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart