fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Unglingur aðstoðaði við lausn á eigin morði

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2024 21:30

April Millsap

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. júlí 2014 var April Millsap úti að ganga með hundinn sinn í smábæ í Michigan, það var síðasti dagurinn sem hún sást á lífi. 

„Ég held að mér hafi næstum verið rænt guð minn góður,“ sendi hin 14 ára gamla Millsap í skilaboðum til kærasta síns. Augnabliki síðar var hún slegin í höfuðið með mótorhjólahjálmi, stappað á henni og hún barin til bana í tilraun til að beita hana kynferðislegu ofbeldi.

Án þess að morðinginn vissi það átti Millsap hins vegar eftir að hjálpa til við að leysa sitt eigið morð þökk sé líkamsræktarforriti í símanum hennar.

Lík hennar fannst nokkrum klukkustundum síðar eftir að hundurinn hennar gerði tveimur skokkurum viðvart um lík hennar í frárennslisskurði. Blússan hennar var rifin og vafin um mitti hennar. Krufning leiddi í ljós að Millsap lést vegna áverka á höfði og köfnun af völdum hálsþrýstings. Ekkert DNA fannst á vettvangi, en stígvélaför á líkama hennar voru síðar notuð til að hjálpa til við að bera kennsl á morðingja Millsap og sömuleiðis lykilgögn úr símanum hennar.

Vitni sá mann með ungling á mótorhjóli sínu þann 24. júlí og vitnið gaf lýsingu teiknara greinargóða lýsingu á manninum.

Mánuði síðar var  James VanCallis, 32 ára gamall, handtekinn vegna neyslu marijúana. Í kjölfarið var hann talinn tengjast andláti Millsap. VanCallis hafði ekið á mótorhjóli sínu í Armada daginn sem Millsap var drepin.  Hann hélt því fram að hann hefði ekkert með dauða hennar að gera.

James VanCallis

Með því að nota rakningargögn úr líkamsræktarforriti í síma Millsap, fullyrtu yfirvöld að eftir að VanCallis hafi myrt hana hafi hann haldið símanum hennar eftir.  Gögn úr appinu bentu til þess að síminn hennar hafi ferðast á miklum hraða eftir dauða hennar, áður en símanum var að lokum hent. Síminn fannst degi eftir að lík April fannst, á allt öðrum stað. Stígvélafarið sem fannst á líkama Millsap passaði við mynstrið á skóm VanCallis.

Árið 2016 var VanCallis sakfelldur fyrir morð af fyrstu gráðu, mannrán og líkamsárás með ásetningi til að fremja kynferðislegt brot. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

VanCallis reyndi áfrýjun og sagði að ekkert DNA tengdi hann við glæpinn og að vitnin sem ákæruvaldið notaði væru ekki trúverðug. Dómstóll neitaði að snúa við sakfellingu hans.

,,James, þú ert helvítis þjófur. Þú stalst lífi fallegu dóttur minnar og þú stalst restinni af mínu lífi. Líf mitt hefur gjörbreyst síðan April var drepin. Líf mitt verður aldrei eins,“ sagði móðir Millsap, Jennifer Millsap, við VanGillis við dómsuppkvaðninguna.

„Ég mun alltaf sakna April og mun halda áfram að geyma hana í hjarta mínu. Ég hélt aldrei að þetta gæti komið fyrir dóttur mína eða mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”