fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Pressan
Laugardaginn 20. júlí 2024 21:00

Christa Worthington

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorskhöfði, eða Cape Cod, er skagi úti í Atlantshafi sem liggur í suðaustur frá Massachuesetts-ríki í Bandaríkjunum. Á Cape Cod er að finna rólegt þorp sem heitir Truro. Þetta eru fáfarnar slóðir og íbúum líður sumum eins og þeir búi á heimsenda – og líkar það vel.

Árið 1997 flutti nýr íbúi í þorpið Truro. Það var fertug kona að nafni Christa Worthingon. Hún hafði í mörg ár starfað sem blaðamaður hjá tískutímaritum í New York og getið sér orðspor fyrir viðtöl sín við stórstjörnur í tískubransanum. Foreldrar Christu áttu nokkrar fasteignir í Truro og hún var þangað komin til að lifa rólegu lífi og eignast barn.

Þetta síðastnefnda var nokkuð sérkennilegt því Christa var ógift og bjó ein. Hún átti ekki einu sinni kærasta.

Hún komst hins vegar fljótt í kynni við þorpsbúa að nafni Tony Jackett, sem var giftur sex barna faðir. Engu að síður tók hann upp leynilegt samband við Christu og barnaði hana. Christa var ákveðin í því að eignast barnið og ala það upp sjálf. Tony var í áfalli en ákvað að segja eiginkonu sinni sannleikann. Hún fyrirgaf honum framhjáhaldið og þau þrjú, Tony, eiginkona hans og Christa ákváðu að gera gott úr öllu saman. Barnið, stúlkan Ava, fæddist í heiminn og þau öll þrjú komu að uppeldi hennar, Christa þó mest eins og búast mátti við.

Það er sagt um Christu að hún hafi verið dularfuill og hæglát kona sem í raun hafi ekki átt neina samleið með tískubransanum. Fásinnið í Cape Cod virtist eiga vel við hana.

En þrátt fyrir fámennið í Truro var Tony ekki eini elskhugi Christu þar, Tim Arnold, sem bjó skammt frá henni, var það líka. Eftir að upp úr því sambandi slitnaði voru þau áfram vinir.

Þegar Christa fannst myrt sunnudaginn 6. janúar árið 2002 féll grunur á þá báða, Tony og Tim.

Það var Tim sem kom að Christu látinni. Þetta var um hálffimmleytið á sunnudagseftirmiðdegi og hann kom við hjá henni til að skila henni vasaljósi sem hann hafði fengið lánað. Hann sá þar Christu liggja hreyfingarlausa á eldhúsgólfinu og litla dóttirin Ava, var að stumra yfir móður sinni. Skelfingu lostinn hringdi Tim í neyðarlínuna og greindi frá því sem hann hafði séð.

Fjölmargir lágu undir grun

Christa hafði verið barin og stungin til bana með hnífstungu í gegnum lungað. Margt var brotið og bramlað í húsinu, meðal annars glerið í útidyrahurðinni.

Grunur féll á marga við rannsókn lögreglu sem kappkostaði að fá karlkyns íbúa á svæðinu til að veita lífsýni fyrir erfðafræðilega rannsókn. Elskhugar Christu, þeir Tony og Tim voru yfirheyrðir í þaula.

Rannsóknin beindist fyrst og fremst að íbúum á svæðinu því tæpast nokkur gat verið að gera sér ferð á þessar afskekktu slóðir í byrjun janúar.

En árin liðu án þess að málið upplýstist. Meira en þremur árum síðar gerði lögreglan hins vegar tímamótauppgötvun og rannsóknin fór á alveg nýjar brautir.

Eitt lífsýni passaði

Lögreglan var óþreytandi í því að biðja menn um að veita sér lífsýni sem borin voru saman við lífsýni sem fundust á líkama Christu og í íbúð hennar. Þann 7. apríl árið 2005 skilaði rannsókn á einu lífsýninu jákvæðri niðurstöðu. Lífsýnið passaði við sýni sem höfðu fundust á líkama Christu og inni í henni. Lífsýnið tilheyrði manni að nafni  Christopher McCowern, sem var sorphirðumaður á svæðinu. Hann hafði tæmt ruslatunnurnar fyrir Christu. Enginn vissi hins vegar til að þau hefðu þekkst.

Í yfirheyrslum lögreglu hélt Christopher því hins vegar fram að þau þekktust og hefðu átt í sambandi. Hann neitaði því að hafa myrt hana en viðurkenndi að hafa misþyrmt henni. Hann sagði hins vegar að vinur hans sem var með honum í för hefði myrt hana. Vinurinn sagðist hins vegar ekki hafa verið með honum og engin lífsýni fundist af honum á Christu eða í íbúðinni.

Christopher hafði boðið fram lífsýni sitt sjálfviljugur ári fyrr. Þá hafði hann ekki sagt frá því að hann þekkti Christu. Lögregla trúði því reyndar ekki að hann hefði þekkt hana né gerði það nokkur annar sem kynnti sér málið.

Christopher var margsaga í yfirheyrslum lögreglu og frásögn hans var ruglingsleg. Svo virtist sem hann hefði einfaldlega ruðst inn til Christu, nauðgað henni, misþyrmt henni og síðan myrt hana.

Christopher McCovern

Christopher var fundinn sekur um morðið á Christu og dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Verjandi hans sagði að hann hefði fengið ósanngjarna meðferð, lögregla hefði t.d. nánast neytt út úr honum vitnisburð sem varð honum að falli. Tefldi verjandinn fram mati sálfræðings sem sagði að Christopher væri aðeins með um 72 stig í greindarvísitölu á góðum degi. Hann hefði hreinlega ekki skilið spurningar lögreglu. Hins vegar voru svör hans við sumum almennum spurningum á greindarprófum þess eðlis að erfitt var að ímynda sér að hann hefði ekki skilið spurningar lögreglu.

Sönnunargögnin bentu ennfremur til þess að Christopher væri sá seki.

Íbúar Truro voru lengi harmi slegnir eftir þennan hryllilega atburð, einhvern þann hryllilegasta glæp sem nokkurn tíma hefur verið framinn í litla, friðsæla bænum þeirra. CBC-sjónvarpsstöðin gerði heimildarmynd um málið sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið