fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Danskur maður telur að hann sé enskur drengur sem hvarf frá Grikklandi

Pressan
Laugardaginn 20. júlí 2024 19:00

Ben Needham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskur maður á fertugsaldri telur mögulegt að hann sé í raun enskur drengur sem hvarf tæplega tveggja ára gamall frá eyjunni Kos í Grikklandi fyrir um 33 árum. Daily Mail greinir frá.

Ben litli Needham hvarf frá Kos þegar hann var að leika sér fyrir utan niðurnítt sveitabýli. Í gegnum árin hefur móðir hans, Kerry Needham, fengið fjölmargar ábendingar um að sést hafi til sonar hennar en þær hafa allar reynst rangar. Kerry leyfir sér því ekki að fyllast of mikilli von um að danski maðurinn sem telur sig mögulega vera son hennar hafi rétt fyrir sér.

Danski maðurinn segir að afi hans og amma hafi sagt honum að hann hafi verið numinn á brott frá eyjunni. Foreldrar hans hafa ekki neitað þeim staðhæfingum. Maðurinn á óljósar minningar sem ýta undir að þetta hafi gerst.

Kerry segir: „Þessi maður leitar fjölskyldu sinnar og hefur afhent dönsku lögreglunni lífsýni sitt.“

Kerry bíður á milli vonar og ótta um niðurstöður á samanburði lífsýnanna. Hún vænir íbúa eyjarinnar um óheiðarleika. Einhverjir hafi logið til um hvað kom fyrir son hennar.

Árið 2018 tjáðu rannsóknarlögreglumenn í Oxford henni að fundust hefðu blóðleifar í bíl skammt frá staðnum þar sem hann hvarf. Hún veitti þá sjálf blóðsýni en fékk að vita síðar að það passaði ekki við blóðið úr bílnum.

Hún segist á þessum tíma hafa verið tilbúin að mæta þeirri niðurstöðu að Ben hefði verið myrtur. Það hafi verið eins og blaut tuska í andlitið að fá þá niðurstöðu að sýnin pössuðu ekki saman. „Ef þetta var ekki blóð úr Ben, úr hverjum var það þá? Ég veit ekki hverju skal trúa. Er Ben dáinn eða er hann enn lifandi?“

Sjá nánar á vef Daily Mail.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega