Þann 19. maí árið 1996 hélt kærustuparið Julie Williams, 24 ára, og Laura Lollie Winans, 24 ára, af stað í útilegu í Shenandoah þjóðgarðinum í Virginíu.
Eftir umfangsmikla leit að parinu fundust lík þeirra 1. júní á tjaldsvæðinu nálægt Skyland Resort. rétt við Appalachian slóðann. Þær höfðu verið keflaðar og bundnar áður en þeim var misþyrmt kynferðislega og skornar á háls.
Parið elskaði að verja tíma sínum í náttúrunni og voru þær mjög spenntar fyrir ferðinni. Þær héldu af stað í útilegu í Shenandoah þjóðgarðinn 19. maí 1996 og ætluðu að snúa aftur fyrir 28. maí 1996. Þegar parið skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma h0fðu fjölskyldur þeirra samband við þjóðgarðsþjónustuna sem sendi landverði til leita að konunum og fundu þeir lík kvenanna.
Gerandinn fannst ekki og málið varð eitt af fjölmörgum óleystum sakamálum (e. Cold Case). Árið 2021 var rannsóknarteymi hjá Alríkislögreglunni (FBI) falið að fara yfir málið. Teymið endurrannsakaði sönnunargögn frá glæpavettvanginum og fundu manninn sem bar ábyrgð á morðinum.
Sá seki reyndist vera Walter „Leo“ Jackson, dæmdur raðnauðgari. „Eftir 28 ár getum við nú greint frá hver myrti Lollie Winans og Julie Williams með hrottafengnum hætti í Shenandoah þjóðgarðinum,“ sagði Christopher R. Kavanaugh, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu. „Ég vil enn og aftur votta fjölskyldum Winans og Williams samúð mína og vona að tilkynningin í dag veiti þeim smávegis huggun.“
#Breaking: A suspect has been identified in the 1996 murders of Lollie Winans and Julie Williams in the Shenandoah National Park. Evidence from the crime scene matched Walter Leo Jackson, Sr., of Cleveland, Ohio. pic.twitter.com/7NM7sH5kp3
— FBI Richmond (@FBIRichmond) June 20, 2024
Jackson mun þó ekki þurfa að svara fyrir morðin á parinu því hann lést í fangelsi í mars 2018. Átti hann langan sakaferil, þar á meðal fyrir mannrán, nauðganir og líkamsárásir, að því er segir í tilkynningunni. Jackson, sem var húsamálari að atvinnu, var þekktur fyrir að heimsækja Shenandoah þjóðgarðinn. FBI mun halda áfram að vinna með samstarfsaðilum lögreglunnar til að komast að því hvort Jackson beri ábyrgð á öðrum óleystum sakamálum.