fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Pressan

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum

Pressan
Föstudaginn 19. júlí 2024 14:54

Joe Biden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk úr herbúðum Joe Biden Bandaríkjaforseta segja að forsetinn sé farinn að horfast í augu við stöðu sína og það að þurfa líklega að hætta við framboð sitt.

Hann mun þó ekki hafa gert upp hug sinn enn sem komið er, en er þó ekki eins staðráðinn í að halda framboði sínu til streitu og áður. Einn sagði að fólk ætti ekki að láta sér koma á óvart ef Biden tilkynni fljótlega að hann ætli sér að stíga til hliðar og styðja við framboð varaforsetans, Kamala Harris.

Fyrst og fremst megi rekja þetta til þess þrýstings sem áhrifamiklir samflokksmenn hafa beitt forsetann undanfarna daga. Þetta er fólk á borð við fyrrum forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, og svo fyrrum forsetans Barack Obama. Eins hafi nýlegar skoðanakannanir sýnt að dregið hefur úr sigurlíkum Bidens og loks hafa margir stórir styrktaraðilar demókrata snúið baki við forsetanum.

Biden sé nú undir feldi og að ýmsu þurfi að hugsa, svo sem hvenær rétti tíminn væri að stíga til hliðar.

NBC fréttastofan segir að Biden sé að ráðfæra sig við fjölskyldu sína um hvernig best væri að stíga til hliðar. Talsmaður Hvíta hússins, Andrew Bates, þverneitar þó að forestinn sé á förum.

„Þetta er ekki að eiga sér stað. Fólkið sem er að halda þessu fram tala ekki fyrir fjölskyldu hans eða kosningateymið og fullyrðingar þeirra munu sanna sig sem rangar með tíð og tíma.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana
Pressan
Fyrir 1 viku

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum