71 spurning var lögð fyrir þátttakendurna og út frá þeim fundu vísindamennirnir síðan átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi.
Reiði: Í tengslum við þetta nefndu þátttakendurnir meðal annars að þeir hefðu verið að hefna sína á makanum.
Aukið sjálfsálit: Hér sögðu þátttakendur meðal annars að þeir hefðu haldið framhjá til að auka sjálfstraust sitt og til að sýna að þeir væru sjálfstæðir og óháðir makanum.
Skortur á ást: Hér var meðal annars nefnd óvissa um hvort viðkomandi elskaði makann í raun og veru og óvissa um hvort makinn væri sá eini rétti.
Óvissa: Hér nefndi fólk að það hafi ekki verið svo tengt makanum og að „tæknilega séð“ hafi þau ekki verið í sambandi.
Tilbreyting: Hér kom meðal annars fram að fólk hefði fundið hjá sér þörf fyrir fleiri hjásvæfur, meira úrval.
Skortur á athygli: Meðal þess sem þátttakendur sögðu hér var að þeim fannst makinn ekki veita þeim næga athygli og að makinn hafi verið þeim fjarlægur tilfinningalega séð.
Kynferðisleg löngun: Hvað þetta varðar var meðal annars nefnt að makinn hefði misst áhuga á kynlífi og að hann hafi ekki viljað taka þátt í ákveðnum kynlífsathöfnum sem viðkomandi sagðist vilja stunda.
Staða sem kom upp: Hér var meðal annars nefnt að viðkomandi hafi verið drukkin(n) og því ekki hugsað skýrt. Einnig var nefnt að stress hafi komið við sögu.