fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Pressan
Laugardaginn 13. júlí 2024 15:00

Bílar eru ekki hannaðir með mjög hávaxið fólk í huga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk er mishátt, sumir eru í styttri kantinum, aðrir í lengri kantinum og aðrir þar á milli. En getur verið að einhvern tímann hafi verið til risavaxið fólk? Er þá ekki átt við einn og einn einstakling sem er mjög hávaxinn, heldur hvort til hafi verið nokkurs konar tegund af mönnum sem var risavaxinn.

Mannkynið hefur sagt sögur af risum í mörg þúsund ár, allt frá grískri goðafræði til Golíats í Biblíunni en er þetta bara hreinn uppspuni eða getur hugsast að einhvern tímann hafi risavaxnar mannverur gengið hér á jörðinni?

Ef þú sérð fyrir þér mannlegan risa sem er um 270 cm á hæð, þá er svarið já. Robert Wadlow, sem er hæsti maður sem vitað er um, náði að verða 272 cm áður en hann lést 22 ára að aldri árið 1940 að því er segir í Heimsmetabók Guiness. Wadlow, sem var bandarískur, var mun hærri en meðalhæð bandarískra karlmanna í dag en hún er 175 cm. Hann var meira að segja hærri en Golíat var miðað við sumar túlkanir Biblíunnar. En það var engin dulúð varðandi hæð Wadlow, það var einfaldlega sjúkdómur sem olli því að hann varð svona hávaxinn.

Live Science hefur eftir Márta Korbonits, prófessor í innkirtlafræði við Queen Mary University í Lundúnum, að langflestir þeirra sem verða mjög hávaxnir glími við hormónavandamál, það sé einmitt það sem hrjáði Wadlow.

Hún sagði að aðalástæða þess að fólk verður mjög hávaxið, risavaxið, sé að heiladingullinn framleiði of mikið af vaxtarhormónum. Í flestum tilfellum er það góðkynja æxli sem veldur þessu. En það er ólíklegt að við munum nokkru sinni aftur sjá mann á hæð við Wadlow því nú geti læknar fjarlægt æxlið og notað lyf til að halda aftur af vextinum því það að verða risavaxinn og æxlið ógni lífi viðkomandi. Hún sagði að aðrir sjúkdómar geti einnig valdið því að fólk verður óeðlilega hávaxið en einnig eru til dæmi um fólk sem verður mjög hávaxið án þess að vitað sé til þess að það þjáist af einhverjum sjúkdómi. Einn þeirra er Bao Xishun sem er 236 cm. Korbonits sagði að í slíkum tilfellum séu það líklega erfðafræðileg afbrigði sem valda þessum mikla vexti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort