fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Pressan
Föstudaginn 12. júlí 2024 04:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér stundum vanta svolítið upp á upplifunina í kynlífinu? Það er auðvitað hægt að lagfæra það með ýmsum aðferðum en vissir þúr að það getur haft áhrif á fullnæginguna hvað þú drekkur áður en að bólförum kemur?

Þetta segir læknirinn Karan Rajan í myndbandi á TikTok. New York Post segir að með myndbandinu sé hann að bregðast við vinsælu trendi á samfélagsmiðlum. Hann notar því myndbönd tveggja kvenna, sem fjalla bæði um kaffidrykkju áður en að samförum kemur, þar sem þær segja að þær fái betri fullnægingu ef þær drekka kaffi áður.

„Ég er nýbúin að komast að því að ef þú drekkur kaffi rétt fyrir kynlíf, þá verður fullnægingin 50% betri,“ segir önnur konan.

Í hinu myndbandinu er kona, sem ákveður að sannreyna þetta, kynnt til sögunnar. Hún skellir þreföldum espresso í sig og fer síðan inn í svefnherbergi með maka sínum. „Þetta var rosalegt,“ segir hún síðan og gefur til kynna að allt þetta koffín hafi haft sitt að segja.

Rajan segir að það sé ekki tilviljun að konunni finnist þetta. Þegar kaffi sé drukkið í litlum skömmtum, þá þrengist æðarnar. Ef það er drukkið í miklu magni þá víkki æðarnar og bæti blóðstreymið.

Hann segir einnig að aukið blóðstreymi til kynfæranna valdi meiri örvun sem getur síðan haft áhrif á fullnæginguna.

Hann bendir einnig á að koffín geti bætt einbeitinguna, hjartsláttinn og árvekni og þetta geri fólk „virkara“. Í myndbandi hans, sem hefur fengið milljónir áhorf, ræðir hann einnig um nokkrar rannsóknir sem „benda til tengsla á milli koffíns og kynlífs“.

Hann nefnir sérstaklega rannsókn frá 2005 sem sýndi fram á að kvenkyns rottur, sem fengu koffín, voru villtari þegar kom að því að makast. Hann tekur þó fram að rannsóknin sanni ekki að þetta gildi einnig hjá fólki og hvetur fólk einfaldlega til að gera sínar eigin rannsóknir á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort