fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 21:00

Upptaka úr öryggismyndavél af annarri konunni sem hefur verið ákærð í málinu og hinum látna. Mynd: Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ungar konur í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C., hafa verið ákærðar fyrir að myrða mann sem vitni heldur fram að hafi verið „sykurpabbi“ þeirra. Þær eru einnig sakaðar um að hafa skorið annan þumalfingurinn af manninum til að geta fengið aðgang að bankareikningum hans.

Sykurpabbi er þýðing á enska hugtakinu „sugar daddy“ en það er notað yfir eldri karlmenn sem greiða með peningum eða gjöfum ungum konum fyrir ýmist félagsskap þeirra eða fyrir að eiga í kynferðislegum samskiptum við þær.

Konurnar heita Audrey Miller sem er 19 ára gömul og Tiffany Taylor Gray sem er 22 ára.

Maðurinn hét Fasil Teklemariam og var 53 ára. Hann fannst stunginn til bana í íbúð sinni í apríl síðastliðnum. Auk stungusáranna var hann með ýmsa aðra áverka. Meðal annars vantaði þumalfingurinn á hægri höndina en hann er sagður hafa verið skorinn af á meðan morðinu stóð eða rétt eftir að Teklemariam lést.

Þrír karlmenn hafa einnig verið ákærðir fyrir aðild að morðinu.

Lögreglan segist hafa sannanir fyrir því að hreinsiefni hafi verið notuð á vettvangi morðsins til að fela ummerki og eyða sönnunargögnum. Það hafi þó ekki tekist að öllu leyti en sönnunargögn hafi fundist á vettvangi, meðal annars fótspor.

Hafi líka stolið

Upptökur úr eftirlitsmyndavél í fjölbýlishúsinu þar sem Teklemariam bjó eru sagðar sýna fram á að báðar konurnar hafi verið í húsinu daginn sem hann var myrtur sem var nokkrum dögum áður en lögreglan fann lík hans. Einnig má að sögn sjá Gray koma aftur í húsið að nóttu til skömmu eftir morðið til að stela úr íbúð Teklemariam. Sjá má á upptökunum nokkurn fjölda fólks bera ýmsa hluti út úr húsinum á sviðuðum tíma.

Ónefnt vitni sem sagt er átt hafa í ástarsambandi við aðra konuna bar kennsl á þær báðar á upptökunum. Vitnið tjáði lögreglu að Gray hefði heimsótt Teklemariam að  minnsta kosti tvisvar og fullyrti að hann hefði verið sykurpabbinn hennar.

Vitnið sagði að hópurinn sem ákærður er í málinu hefði skorið þumalfingurinn af Teklemariam og heyrt hópinn ræða um að hann hefði verið stunginn. Vitnið er sagt hafa fullyrt við lögreglu að þumalfingurinn afskorni hefði verið notaður til að fá aðgang að bankareikningum Teklemariam, til að greiða fyrir bílferðir sem pantaðar voru með Uber og til að kaupa áfengi og önnur vímuefni.

Vitnið segir að Gray hafi líklega einnig notað app, sem hægt er að nota til að meðal annars millifæra fé og greiða fyrir vöru og þjónustu, til að stela peningum frá Teklemariam sem hafði einmitt lagt fram kæru gegn Gray sem hann sakaði um að hafa komist yfir síma sinn og haft með því af honum andvirði um 220.ooo íslenskra króna í gegnum appið.

Það var CBS sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“