fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Pressan
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski bankinn Fifth Third er einn stærsti viðskiptabankinn í miðvestur Bandaríkjunum. Fifth Third greindi frá því á þriðjudag að hafa samið um að greiða rúmlega 2,8 milljarð í sektir til bandarísku neytendastofunnar (CFPB) til að ljúka rannsókn stofnunarinnar og málaferlum út af meintri ólögmætri starfsemi.

CFPB sektaði bankann fyrir að hafa rukkað viðskiptavini með ólögmætum hætti fyrir óþarfa tryggingar. Áætlað er að þessi starfsemi bankans hafi valdið rúmlega 35 þúsund viðskiptavinum tjóni og leitt til nauðungarsölu á rúmlega þúsund bifreiðum.

Bankinn krafði lántakendur bílalána til að borga fyrir óþarfa tryggingar. Hótaði bankinn því að fólk ætti yfir höfði sér að missa frá sér bifreiðar, að þau yrðu rukkuð um aukagjöld eða að vanefndarúrræðum yrði beitt gegn þeim, ef þau tækju ekki þessar tryggingar. Bankinn hafi fylgt þessum hótunum eftir, rukkað lántakendur um ólögmæt gjöld og tekið bílanna af þeim upp út af meintum vanefndum. Lántakendur sem jafnvel höfðu sjálfri bílatryggingar hjá öðrum tryggingarfélögum voru þvingaðir til að kaupa tryggingu af bankanum og þar með til að tvítryggja bifreiðar sínar að óþörfu. Neytendur sem áttuðu sig á þessu reyndu að segja upp tryggingu bankans og kröfðust ofgreiddra iðgjalda. Þess í stað var iðgjöldunum skuldajafnað við lán þeirra án þess að neytendur fengu nokkuð um það að segja. Eins hafi greidd iðgjöld verið mun hærri heldur en þær bætur sem bankinn var að greiða vegna tjóns á bifreiðum.

Eins hafi bankinn hvatt starfsmenn sína til að falsa upplýsingar um viðskipti. Bankinn hafi sett sér ákveðin sölumarkmið og fylgt þeim eftir með ströngum hætti. Markmiðin hafi verið gífurlega metnaðarfull og það leiddi til þess að starfsmenn útibúa sáu sig knúna til að falskar tölur með því að stofna falska reikninga. Bankinn hafi verið meðvitaður um þessa staðreynd allt frá árinu 2008, en ekkert gert til að stöðva þetta. Starfsmenn stofnuðu nýja reikninga fyrir viðskiptavini og færðu peningana þeirra þangað í stutta stund, og svo voru peningarnir færðir aftur til baka. Þetta var gert án samþykki viðskiptavina. Þetta gekk enn lengra og jafnvel voru viðskiptavinir skráði í þjónustu sem þeim hvorki báðu né kærðu sig um. T.d. var stofnað til yfirdráttar, þeim send greiðslukort sem þeir óskuðu ekki eftir og skráðir í netþjónustu bankans. Fyrir þetta voru starfsmenn svo verðlaunaðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“