fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Pressan

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?

Pressan
Mánudaginn 1. júlí 2024 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn urðu skelfingu losnir eftir fyrstu kappræður forsetakosninganna aðfaranótt föstudags, en þar þótti sitjandi forseti, Joe Biden, hafa staðið sig herfilega. Þykir mörgum ljóst að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá forsetanum, og hann hafi ekki vitsmunalega burði til að gegna embætti annað kjörtímabil.

Neyðarástand hefur ríkt hjá flokki demókrata nú um helgina og hart lagt að þeim að skipta um forsetaefni.

Reuters ræddu við sérfræðing í forsetakosningum til að fá svör við því hvort það sé raunhæfur möguleiki að skipta Biden út, hvernig það myndi ganga fyrir sig og hvaða þýðingu það hefði.

Tæknilega verður Biden ekki formlega forsetaframbjóðandi demókrata fyrr en í lok sumars svo enn er tími til að bregðast við frammistöðu hans í kappræðunum.

Best að hann hleypi sjálfur öðrum að borðinu

Raunhæfasta leiðin til að skipta Biden út er að hann ákveði sjálfur að stíga til hliðar áður en hann er formlega lýstur forsetaefni flokks síns. Biden gæti svo sjálfur stigið til hliðar á landsfundi demókrata í ágúst. Þannig gætu demókratar teflt fram öðrum frambjóðanda gegn Donald Trump.

Eins er mögulegt að finna annan frambjóðanda til að tefla fram gegn Biden en það mun þó vera erfitt þar sem forsetaefni er útnefnt af landsfundarfulltrúum sem hafa þegar verið valdir eru flestir búnir að lýsa yfir stuðningi við Biden.

Biden hefur varið seinustu mánuðum í að tryggja sér hátt í 4 þúsund fulltrúa á landsfundi. Undir eðlilegum kringumstæðum myndu þessir fulltrúar tilnefna Biden sem forsetaefni en þeir eru þó ekki skuldbundnir til þess og mega skipta um skoðun.

Forsetinn er þó talinn ólíklegur til að játa sig sigraðan og enginn efnilegur hefur stigið fram til að bjóða sig fram gegn honum. Af þeim sem gætu boðið sig fram gegn Biden er varaforsetinn Kamala Harris augljósasti kosturinn en hún nýtur þó mikilla óvinsælda og þykir hafa staðið sig illa sem varaforseti og látið alltof lítið á sér kveða.

Aðrir sem hefa verið nefndir til sögunnar eru ríkisstjórarnir Gavin Newsom í Kaliforníu, Gretchen Whitmer í Michigan, Andy Beshear í Kentucky og JB Pritzker í Illinois. Ríkisstjórarnir styðja þó öll við framboð Biden og erfitt væri að tefla þeim fram gegn forsetanum, neiti hann að stíga til hliðar.

Hafi einhver hug á að bjóða sig fram sem forsetaefni, gegn Biden, þá þurfa þau undirskriftir 600 fulltrúa á landsfundi. Á landsfundi er svo gengið til kosninga og þarf væntanlegt forsetaefni hreinan meirihluta.

Stigi Biden til hliðar þá muni 434 fulltrúar valnefndar demókrata funda stíft til að velja nýtt forsetaefni.

Upplausn ef Biden stígur til hliðar

CNN greinir frá því að fjölskylda Biden standi þétt við bakið á forsetanum og vilja að hann haldi framboði sínu til streitu. Slæm frammistaða í kappræðunum sé ekki forsetanum að kenna að ætti frekar að verða til þess að hann losi sig við aðstoðarfólk sitt. Biden er sagður ráða ráðum sínum. Hann sé að fylgjast með skoðanakönnunum, bæði meðal flokksmanna sinna og svo meðal almennings. Framboð hans sendi þó frá sér marga minnismiða um helgina þar sem kallað var eftir framlögum og stuðningsyfirlýsingum. Þar sagði að forsetinn ætlaði sér ekki að hætta. Hann verði forsetaframbjóðandi demókrata og ekkert múður með það. Ef Biden stigi til hliðar væri staða demókrata í upplausn. Við tæki óvissutími á meðan leitað yrði að nýju forsetaefni og á meðan hefði Donald Trump óheftan aðgang að bandarískum almenningi og fjölmiðlaumræðu.

Fyrstu kannanir eftir kappræðurnar sýna að Bandaríkjamenn hafa verulegar áhyggjur af forsetanum og hvort hann sé fær um að gegna embætti. Könnun CBS News í gær bendir til þess að 72 prósent kjósenda telja að forsetinn sé hvorki með vitsmunalega né andlega burði til að gegna embætti. Þetta er töluverð aukning frá fyrri könnun miðilsins þar sem 65 prósent höfðu áhyggjur af heilsu forsetans.

45% kjósenda töldu að Biden ætti að stíga til hliðar til að hleypa öðrum frambjóðanda að borðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu flöskur í sjónum – Það varð þeim að bana

Fundu flöskur í sjónum – Það varð þeim að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði