fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Pressan

Hún er búin að sofa hjá 200 það sem af er ári – Leitar enn að hinni einu sönnu ást

Pressan
Mánudaginn 1. júlí 2024 04:15

Bonnie Blue. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Bonnie Blue, sem er þekkt fyrir að framleiða djarfar myndir, hafi verið önnum kafin það sem af er ári. Hún hefur ekki slegið slöku við þegar kemur að kynlífinu og segist vera búin að sofa hjá rúmlega 200 körlum það sem af er ári. En hún leitar enn að hinni einu sönnu ást og segist ekki hafa gefið upp vonina um að finna hana.

Bonnie komst í fréttirnar fyrr á árinu eftir ferð hennar til Cancun í Mexíkó þar sem bandarískir háskólanemar fjölmenntu í fríviku sinni. Þar stundaði hún kynlíf með 122 bandarískum háskólastúdentum á aðeins þremur vikum.

Bonnie er bresk en býr í Ástralíu og hefur skapað sér ábatasaman feril við að búa til myndefni, aðallega klám, og er meðal þeirra Ástralíubúa sem þéna mest á því að búa til efni fyrir hina ýmsu miðla.

Hún látið að sér kveða bæði í Ástralíu og Ameríku. Hún hefur komið sér fyrir út á götu með skilti sem á stendur: „Stundaðu ókeypis kynlíf með mér og leyfðu mér að taka það upp.“

Þrátt fyrir annríki við kynlífsiðkun það sem af er ári, telur Bonnie enn að hún geti fundið hina einu sönnu ást. Þetta snúist bara um að finna hinn eina rétta.

Hún segir að væntanlegur unnusti hennar verði að sýna starfi hennar skilning og telur enga ástæðu fyrir að hann geti ekki gert það því hún hefur þénað sem svarar til rúmlega 140 milljóna íslenskra króna á síðustu árum með að gera klámmyndir um allan heim.

Hún hefur verið á milli tannanna á fólki vegna þess hversu margar hjásvæfur hún hefur átt. Hún er sjálf meðvituð um að sú staðreynd að hún hefur sofið hjá mörg hundruð körlum, geti orðið til þess að menn hafi ekki áhuga á henni. En hún bendir fólki einfaldlega á að ef hún hefði sofið hjá sama manninum 200 sinnum, þá væri það ekkert vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Horfðu með hryllingi á loftbelg fullan af ferðamönnum hrapa

Horfðu með hryllingi á loftbelg fullan af ferðamönnum hrapa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki