fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Pressan

Hjónin ákváðu að deyja saman – „Síðasti hálftíminn var mjög erfiður,“ segir sonurinn

Pressan
Mánudaginn 1. júlí 2024 21:00

Jan og Els nokkrum dögum áður en þau létust. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Jan Faber og Els van Leeningen, 70 og 71 árs, létust sama dag í júní síðastliðnum. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hjónin tóku þá ákvörðun að deyja í sameiningu og fengu dánaraðstoð.

Hjónin voru hollensk og höfðu verið gift í tæp fimmtíu ár en í Hollandi hefur það færst í vöxt að eldri hjón sem glíma við heilsubrest taki þá ákvörðun að deyja saman. Nánasta fjölskylda hjónanna var viðstödd kveðjustundina, þar á meðal sonur þeirra sem segir þungbært að hafa þurft að kveðja.

Jan hafði glímt við króníska bakverki í um 20 ár en Els greindist með heilabilun árið 2022 og hafði heilsu hennar hrakað hratt síðustu misseri.

„Ég er búinn að lifa mínu lífi og vil ekki upplifa þennan sársauka lengur,“ sagði Jan í samtali við BBC þremur dögum áður en hann dó. Blaðamaður hitti hjónin í júnímánuði og kemur fram í umfjöllun BBC að Els hafi átt erfitt með að mynda setningar. „Þetta er mjög gott,“ sagði Jan og benti á fæturna á sér en bætti svo við: „En þetta er skelfilegt,“ sagði hún og benti á höfuðið.

Jan og Els kynntust þegar þau voru í leikskóla og byrjuðu þau saman þegar þau voru enn unglingar. Þau gengu í hjónaband fyrir tæpum fimmtíu árum og eignuðust einn son.

Jan gekkst undir aðgerð á baki árið 2003 en hún gerði lítið gagn og urðu verkirnir til þess að hann þurfti að hætta að vinna og reiða sig á sterk verkjalyf til að komast í gegnum daginn.

Els starfaði sem kennari allt til ársins 2018 en þá var hún farin að sýna merki um einhvers konar elliglöp. Hún þráaðist við að fara til læknis en lét þó undan og síðla árs 2022 greindist hún með heilabilun.

Þegar hjónunum varð ljóst að heilsu hennar myndi aðeins hraka fóru þau að ræða saman af alvöru um dánaraðstoð. Dánaraðstoð er lögleg í Hollandi en aðeins að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrða er að batahorfur séu engar og fólk líði miklar kvalir. Fór mál þeirra fyrir sérstaka nefnd sem mat það svo að þau uppfylltu nauðsynleg skilyrði.

Bent er á það í umfjöllun BBC að 9.068 manns hafi þegið dánaraðstoð í Hollandi á síðasta ári og 33 pör hafi ákveðið að gera það saman.

Sonur hjónanna, sem óskaði þess að nafni hans yrði haldið utan við umfjöllunina, segir við BBC að það hafi ekki verið auðvelt að sjá á eftir foreldrum sínum.

Hann segir að dagurinn áður en þau létust hafi verið skrýtinn. Hann fór með foreldrum sínum til læknis þar sem farið var yfir síðustu skrefin og fékk sér svo göngutúr á ströndinni með móður sinni. „Svo borðuðum við saman um kvöldið og ég táraðist þegar ég hugsaði til þess að þarna værum við að borða okkar síðustu máltíð saman,“ segir sonurinn.

Daginn eftir fékk hann klukkutíma með foreldrum sínum þar sem þau hlustuðu á tónlist og spjölluðu saman. „Síðasti hálftíminn var mjög erfiður. Svo komu læknarnir og þetta gerðist mjög hratt – þeir fylgdu sinni rútínu og þetta tók bara nokkrar mínútur.“

Jan og Els létust þann 3. júní síðastliðinn.

Jan með syni sínum árið 1982.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sérkennari sökuð um að hafa beitt nemanda sinn kynferðislegu ofbeldi

Sérkennari sökuð um að hafa beitt nemanda sinn kynferðislegu ofbeldi
Pressan
Í gær

Heilaæxli breytti ástríkum eiginmanni í ofbeldisfullt skrímsli

Heilaæxli breytti ástríkum eiginmanni í ofbeldisfullt skrímsli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún er búin að sofa hjá 200 það sem af er ári – Leitar enn að hinni einu sönnu ást

Hún er búin að sofa hjá 200 það sem af er ári – Leitar enn að hinni einu sönnu ást
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára skotinn til bana af lögreglunni í New York – Myndband ekki fyrir viðkvæma

13 ára skotinn til bana af lögreglunni í New York – Myndband ekki fyrir viðkvæma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu að minnsta kosti 150.000 tonn af vatni á toppi hæstu eldfjallanna á Mars

Fundu að minnsta kosti 150.000 tonn af vatni á toppi hæstu eldfjallanna á Mars
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvernig vaknar fólk upp af dái?

Hvernig vaknar fólk upp af dái?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli