fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Pressan

Fundu flöskur í sjónum – Það varð þeim að bana

Pressan
Mánudaginn 1. júlí 2024 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir sjómenn frá Sri Lanka létust og tveir til viðbótar eru í lífshættu eftir að hafa drukkið óþekktan vökva úr flöskum sem þeir fundu á reki á hafi úti.

BBC segir að sjómennirnir hafi verið í veiðiferð þegar þeir fundu flöskurnar um 320 sjómílur frá Tangalla á suðurströnd Sri Lanka.

Talsmaður sjóhersins sagði fréttamönnum að sjómennirnir hafi talið að áfengi væri í flöskunum og hafi því drukkið úr þeim.

Þegar sjóherinn kom að bátnum voru fjórir sjómenn látnir og tveir til viðbótar í lífshættu.

Sjómennirnir höfðu gefið áhöfnum annarra báta á svæðinu flöskur og hófst sjóherinn strax handa við að reyna að hafa uppi á þessum bátum til að geta varað áhafnirnar við.

Enn er verið að rannsaka innihald flasknanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði