fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Pressan

13 ára skotinn til bana af lögreglunni í New York – Myndband ekki fyrir viðkvæma

Pressan
Mánudaginn 1. júlí 2024 04:12

Frá vettvangi. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Utica í New York ríki í Bandaríkjunum skaut 13 ára pilt, Nyah Mway, til bana á föstudagskvöldið. Þetta gerðist eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af tveimur unglingum þegar verið var að rannsaka rán í Utica. Lögreglan segir að Nyah hafi verið með eftirlíkingu af skammbyssu.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglan hafi haft afskipti af unglingunum því lýsing á hinum grunuðu í ránsmálinu hafi passað við þá. Annar þeirra, Nyah, hljóp á brott frá lögreglumönnunum og beindi síðan einhverju sem líktist skammbyssu að lögreglumönnunum að sögn Mark Williams, lögreglustjóra.

Myndband, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýnir lögreglumann elta Nyah og skella honum niður í jörðina. Tveir aðrir lögreglumenn ná þeim og síðan heyrist byssuskot. „Guð minn góður, hann skaut hann,“ heyrist vitni þá segja. Hægt er að sjá og heyra þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. VIð vörum viðkvæma við innihaldi þess.

Williams sagði að lögreglumaður hafi skotið einu skoti að Nyah og hafi hæft hann í bringuna. Lögreglumenn veittu honum strax fyrstu hjálp en Nyah lést eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús.

Williams sagði að lögreglumenn hafi fundið eftirlíkingu af Glock 17 Gen 5 skammbyssu með skothylkjageymi hjá Nyah. Hann sagði að eftirlíkingin sé mjög raunveruleg.

Þetta er eftirlíkingin sem Nyah var með. Mynd:Lögreglan

Þeir þrír lögreglumenn, sem voru á vettvangi, hafa verið sendir í leyfi á meðan á rannsókn málsins stendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði