fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Ung kona fór að búa með þremur eldri borgurum – Það átti eftir að enda með ósköpum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. júní 2024 18:30

Frá Fredericksburg í Virginíu. Mynd: Ken Lund-Wikimedia Commons-Ung kona fór að búa með þremur eldri borgurum - Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin í Bandaríkjunum en hún er grunuð um að hafa verið völd að dauða þriggja einstaklinga á sjötugs- og áttræðisaldri en konan deildi húsnæði með þeim öllum.

Fólkið bjó í borginni Fredericksburg í Virginíu ríki en lögregla hefði hendur í hári konunnar í New York ríki eftir að hafa þurft að elta bifreið sem hún ók á miklum hraða.

Lögregla fann eldri borgarana þrjá látna á heimilinu. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu og voru sjáanlegir áverkar á líkama þeirra allra.

Bárust böndin fljótt að konunni ungu sem eins og áður segir deildi húsnæði með eldri borgurunum.

Hún heitir Alyssa Jane Venable og var fljótlega lýst eftir henni. Bifreið sem vitað var að hún æki sást í New York ríki. Venable sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á miklum hraða þar til hún var stöðvuð með göddum sem gerðu göt á hjóbarða bifreiðarinnar.

Hin látnu hétu Robert John McGuire sem var 77 ára, Gregory Scott Powell, 60 ára og Carol Anne Reese 65 ára.

CBS greinir frá málinu og segir að á þessari stundu hafi lögreglan ekki greint frá því hvernig Venable tengdist hinum látnu fyrir utan að deila með þeim húsnæði og hvernig sú það fyrirkomulag kom til.

Venable á sér sögu um ofbeldi en hún hlaut dóm í síðasta mánuði fyrir minniháttar líkamsárás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“