fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Ása Guðbjörg komin með nóg af áganginum og sendir skýr skilaboð með miða á útidyrahurðinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn Rex Heuermann hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár. Hann er grunaður um að hafa myrt minnst 6 konur á árunum 1993-2010 og miðað við þær sannir sem lögreglan hefur afhjúpað má telja ólíklegt að Heuermann sleppi nokkurn tímann úr fangelsinu. Hann á yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm verði hann fundinn sekur.

Eiginkona Heuermann, sem þó hefur farið fram á skilnað, er Ása Guðbjörg Ellerup. Hún er fædd á Íslandi en ólst upp í Bandaríkjunum, en foreldrar hennar fluttu til Íslands skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Hún hefur þó haldið í ræturnar og ferðast reglulega með börn sín til Íslands til að hitta fjölskylduna. Mál Heuermann hefur því vakið sérstaka athygli hér á landi, enda ekki á hverjum degi sem svo alvarleg sakamál hafa tengingu sem þessa við Ísland.

Lögregla hefur útilokað að Ása hafi komið nálægt morðunum og er þar að aukið talið að hún hafi ekki haft hugmynd um meint voðaverk eiginmanns síns. Ákæruvaldið rekur í þeim skjölum sem birt hafast opinberlega hvernig Ása og börn hennar hafi verið að ferðast þegar meint morð áttu sér stað. Hún og maður hennar áttu eign í Suður Karólínu  og eins hlut í frístundahúsi í Las Vegas. Þar hafi Ása dvalið, sem og á hótelum og jafnvel á Íslandi, þegar morðin áttu sér stað.

Biður um frið

Það var í gær sem Heuermann var ákærður fyrir morðin á Söndru Costilla árið 1993 og Jessicu Taylor árið 2003. Undanfarið hefur Ása dvalið í Suður Karólínu ásamt börnum sínum enda ágangur fjölmiðla og annarra mikill. Setið var um heimili hennar á Long Island og gat fjölskyldan varla farið út fyrir hússins dyr án þess að kallað væri á þau úr öllum áttum. Ekki er ljóst hvort Ása hafi snúið aftur á heimili sitt á Long Island en þegar fjölmiðlar komu þangað í gær í leit að viðbrögðum beið þeirra miði á útidyrahurðunum þar sem fjölskyldan hafði óskað eftir frið:

„Til allra fjölmiðla, talsmanna, lögreglu eða hvers sem er, við biðjum um að þið virðið friðhelgi einkalífs okkar og hafið heldur samband við lögmenn okkar. Vinsamlegast ekki ganga um þessa lóð án heimildar“

Lögmaður Ásu, Robert Macedonio, hefur greint frá því að fjölskyldan sé á heimleið. Hann minnir eins á að í skjölum ákæruvaldsins í gær megi glöggt greina að Ása Guðbjörg tengist með engum hætti þeim glæpum sem maður hennar er sakaður um að hafa framið.

„Ákærurnar í dag undirstrika að Ása Ellerup hefur ekkert að gera með þá meintu glæpi sem maður hennar Rex Heuermann, sem hún er skilin við að borði og söng, hefur verið ákærður fyrir. Ellerup giftist Rex Heuermann árið 1996. Hún bjó ekki með Rex Heuermann í Massapequa Park umdæminu árið 1993, árið sem Costilla var myrt. Þar að auki, samkvæmt opinberum gögnum, þá var Ellerup ekki í lögdæminu þar sem og þegar Jessica Taylor var myrt. Ef Heuermann er sekur um þessi morð þá lifði hann tvöföldu lífi sem Ellerup hafið enga vitneskju um. Eftir 27 ára hjónaband með Heuermann þá er Ellerup staðföst í þeirri trú sinni að maður hennar sé ekki fær um að fremja þessi hrottalegu morð.“

Ása og Rex eiga saman eina dóttur, Victoriu, og svo hefur Rex alið upp son Ásu úr fyrra sambandi, Christopher. Þau eru bæði fullorðin í dag og lögmaður þeirra, Vess Mitev, sagði við CourtTV eftir ákærurnar í gær:

„Ég segi þetta – þegar við horfum á næturhimininn er greinilega nótt og þegar við horfum á stjörnurnar eru þetta ekki stjörnunar eins og þær eru í dag heldur er þetta ljós frá milljónum eða milljörðum árum síðan. Eina tengingn sem börnin hafa við málið er að þau eru börnin hans og þau komu ekki við sögu í þessum meintu brotum. Eina tengingin er að þessi brot er að koma upp úr fortíðinni. […] Allt sitt líf hafa þau þekkt Rex sem föður sinn svo þar til og ef hann verður sakfelldur af 12 meðlimum kviðdóms í lögformlegu þinghaldi þar sem gætt er að réttarfarsreglum og sanngjarni málsmeðferð – þar til fella þau ekki sinn dóm.“

Skjalið beri með sér að hann hafi notið þess að skrifa það

Meðal gagna sem lögð voru fram fyrir dómi í gær var ógnvekjandi skjal frá árinu 2002. Þar virðist Heuermann hafa skrifað niður minnispunkta til að komast hjá því að vera gripinn af lögreglu. Hann rekur þar möguleg sönnunargögn sem gætu komið lögreglu á sporið, hvaða útbúnað hann þurfi til að losa sig við þessar sannanir og eins má þar finna ógnvekjandi hugleiðingar á borð við hvað það sé sniðugt að velja fórnarlömb sem eru smávaxinn því þau eigi erfiðara með að verja sig, að næst þurfi hann að berja fórnarlamb sitt fastar og binda betur.

Eins kom í ljós að Heuermann hafði lesið bækur eftir fyrrum rannsóknarlögreglumenn sem höfðu haft hendur í hári þekktra raðmorðingja. Svo virðist sem að Heuermann hafi ætlað að læra af mistökum annarra og hafa vaðið fyrir neðan sig.

Fjölmiðillinn News12 á Long Island ræddi við sérfræðinga í sakamálum, David Sarni, en hann segir skjalið sýna að Heuermann trúði því að hann gæti komist upp með glæpi sína.

„Það sést að hann naut þess að skrifa þetta niður – að fara yfir þetta, huga að smáatriðum. Hann sá að hann hafði gert mistök svo hann skrifaði þetta niður til að geta lært af þessum mistökum.“

Rannsókninni engan veginn lokið

Héraðssaksóknarinn í Suffolk sýslu, Raymond Tierney, fer með saksókn í málinu og ræddi við ABC fréttastofuna þar sem hann sagði rannsókn málsins hvergi nærri lokið. Hann útilokar ekki að ákært verði fyrir fleiri morð. Staðan sé sú að það hafi fleiri líf fundist við Gilgo-ströndina og eins hafi fleiri fundist látnir á öðrum stöðum. Eins og mál Söndru sýni þá séu meint brot Heuermann ekki afmörkuð við Gilgo-strandrenninginn.

Um skjalið skuggalega segir Tierney að það sýni bæði hvatir, fyrirhyggju og ásetning Heuermann til morðanna.

Hann vildi ekki tjá sig um þá trú Ásu Guðbjargar að Heuermann sé hafður fyrir rangri sök. Ása hefur gefið það út að hún ætli að vera viðstödd aðalmeðferð og leggja sjálfstætt mat á sönnunargögn. Sá maður sem ákæruvaldið sé að lýsa sé ekki maðurinn sem hún giftist og hún trúir ekki að Heuermann sé fær um þá glæpi sem hann er sakaður um að hafa framið. Tierney tók þó fram að rannsókn sé enn á fullu og lögreglan elti þær sannir sem finnast.

Hann tekur þó fram að skjalið gefi til kynna að Heuermann hafi séð fyrir sér að ræna konum, færa þær á heimili sitt og halda þeim þar í nokkurn tíma. Þetta hefur lengi verið kenning þeirra netverja sem líta á sig sem óformlega rannsakendur málsins, eða svokallaðir Net-spekingar (e. Internet Sleuths). Þessi möguleiki hefur vakið óhug þar sem meint fórnarlömb Heuermann eru allt jaðarsettar konur sem glímdu við fíknisjúkdóm. Þær hafi því mögulega verið að ganga í gegnum hrottaleg fráhvörf á meðan þær voru pyntaðar og myrtar.

Tierney segir ekkert óeðlilegt við að vinir og fjölskylda Heuermann hafi ekkert vitað. Það sé gjarnan einkenni raðmorðingja sem vilja fara huldu höfði að þeir lifa tvöföldu lífi. Þeir komi öðrum fyrir sjónir sem eðlilegir menn, eigi vinir, fjölskyldu og stundi sína vinnu. Svo stundi þeir voðaverk sín í skjóli nætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?