fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Netflix-heimildarmynd segir sögu bíræfins bankaræningja – Klæddur gervum í anda stórstjörnu tíunda áratugarins sneri hann á lögregluna 17 sinnum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2024 22:00

Scott Scurlock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix heimildarmyndin How to Rob a Bank, í leikstjórn Seth Porges og Stephen Robert Morse segir hreint ótrúlega sögu eins afkastamesta bankaræningja í sögu Bandaríkjanna: Scott Scurlock.

Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra Washington frá árinu 2018 rændi Scurlock 2,3 milljónum dala frá 17 bönkum á Seattle svæðinu snemma á tíunda áratugnum. Scurlock var innblásinn af kvikmyndum eins og Point Break og lét meira að segja einn af vitorðsmönnum sínum klæðast Ronald Reagan grímu svipaðri þeirri sem persóna Patrick Swayze notar í myndinni. Áberandi dulargervi Scurlocks urðu til þess að hann fékk viðurnefnið Hollywood.

Scurlock með ránsfeng

Árið 1996 sagði The Seattle Times frá því að Scurlock lifði mjög hefðbundnu og rólegu lífi, að ránunum undanskildum. Hann bjó í þriggja hæða tréhúsi fyrir utan Olympia í Washington og eyddi megninu af fénu sem hann rændi í ferðalög. Hann sýndi meira að segja takta í anda Hróa hattar þar sem hann skildi eftir mikið þjórfé handa þjónustufólki þar sem hann gisti og gaf háar fjárhæðir til umhverfismála og neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Scurlock rændi aðallega banka sem staðsettir voru í hverfum efnaðra íbúa.

Eftir að hafa tekist að komast undan laganna vörðum í mörg ár var Scurlock handtekinn á þakkargjörðarkvöldi árið 1996 eftir stærsta rán hans til þessa. Scurlock og tveir vitorðsmenn hans, Steve Meyers og Mark Biggins, komust út úr bankanum með feng sinn, en mikil umferð vegna hátíðarinnar hægði ferð þeirra á flóttanum og lögreglan náði þeim Meyers og Biggins eftir bílaeltingarleik. Scurlock tókst að flýja vettvanginn og fannst hann daginn eftir í felum í tjaldvagni. Hann var umkringdur, átti sér enga undankomuleið og skaut sig til bana.

Hver var Scott Scurlock?

William Scott Scurlock ólst upp í Reston í Virginiufylki Bandaríkjanna þar sem faðir hans var æskulýðsprestur og móðir hans var grunnskólakennari. Scurlock hóf glæpaferilinn sem  eiturlyfjasali. Hann ræktaði og seldi marijúana meðan hann vann á tómatabúi á Hawaii og notaði efnafræðistofu í háskólanum sínum til að elda metamfetamín. Það var ekki fyrr en aðaldreifingaraðili hans var myrtur árið 1990 að Scurlock ætti að selja eiturlyf og sneri sér að bankaránum.

Fyrsta ránið framdi hann árið 1992 með hjálp Biggins, sem fannst athæfið þó ekki jafn spennandi og Scurlock. Næsta rán framdi Scurlock því einsamall, en síðan fékk hann félaga sína, þar á meðal Meyers, með sér í næstu rán. Scurlock stal yfir 320 þúsund dölum á fyrsta árinu og komst upp með að ræna banka í fjögur ár áður en hann náðist árið 1996.

Margar skýrslur og viðtöl lýsa Scurlock sem myndarlegum og gáfuðum manni og lögfræðingur hans, Shawn Newman, sagði við The Seattle Times árið 1996 að hann líktist Mel Gibson. „Hann var mjög vel til hafður. Ef þú myndir sjá hann á götu, jafnvel þótt hann hefði ekki rakað sig í nokkra daga, þá leit hann vel út. Hann var mjög vel á sig kominn líkamlega.“ 

Scurlock keypti 20 hektara land fyrir utan Olympia fyrir ágóðann af eiturlyfjasölunni. Hann og vinahópur hans byggðu þar 140 fermetra tréhús á þremur hæðum. Verkið tók nokkra mánuði en Scurlock hélt því fram að þeir félagarnir hafi byggt húsið með því að taka metamfetamín og vaka allan sólarhringinn. Eftir andlát Scurlocks leituðu alríkislögreglumenn á heimilinu og í hlöðu á landareigninni. Samkvæmt The Seattle Times fundu þeir vopn, gerviskegg, sjö pör af Converse skóm, mynd af Buffalo Bill og um 20 þúsund dali í reiðufé.

Árið 1997 settu foreldrar Scurlocks eignina til sölu til að greiða niður skuldir dánarbús hans. Óskuðu þau eftir að tréhúsið fengi að standa, en nýr kaupandi reif það niður.

Vinirnir Biggins og Scurlock.

Scurlock var oftast einn að verki við bankaránin, en stundum fékk hann vini sína sér til aðstoðar til að flýja lögregluna, aðeins tveir voru handteknir og fengu dóm. Meyers þvætti ránsfenginn í gegnum spilavíti í Las Vegas og tók þátt í mörgum ránum með Scurlock, þar á meðal hans síðasta. Biggins snerist einnig hugur eftir fyrsta ránið og mætti aftur á síðasta ránsári Scurlock honum til aðstoðar. Meyers ólst upp með Scurlock og hjálpaði honum að reisa tréhúsið, ásamt Biggins.

Samkvæmt The Seattle Times rændu þremenningarnir yfir milljón dala úr Seafirst bankanum 7. nóvember 1996 sem var stærsta rán Scurlock til þessa. Þeir komust næstum upp með ránið nema vegfarendur tóku eftir grunsamlegri vasaljósavirkni frá hvítum sendibíl sem var fastur í umferðinni. Í kjölfarið hófst eftirför og skotbardagi sem endaði með því að Scurlock ók bifreiðinni á íbúðarhús. Hann flúði af vettvangi og Meyers og Biggins fundust með skotsár sem ekki voru banvæn. Meyers og Higgins voru hvor um sig dæmdir í 21 árs fangelsi. Meyers losnaði árið 2013 og Biggins árið 2015. Báðir koma fram í heimildarmyndinni How to Rob a Bank.

Hvað varð um Scott Scurlock?

Þegar lögreglan handtók Biggins og Meyers var Scurlock hvergi að finna. Lögreglumenn eyddu því allri nóttinni í að leita í nálægum fasteignum að honum, meðal annars heima hjá hinni 85 ára gömlu Wilma Walker. Af einhverri ástæðu skoðuðu þeir ekki tjaldvagninn hennar. Þegar Walker frétti af því að lögreglan hefði verið að leita að glæpamanni á flótta bað hún syni sína að athuga tjaldvagninn daginn eftir, áður en fjölskyldan settist að þakkargjörðarkvöldverðinum.

„Þegar við komum að honum voru bakdyrnar læstar,“ sagði Bob Walker við The Seattle Times árið 1996. „Þannig að ég tók upp viðarbút og byrjaði að berja á hurðina og reyndi að opna hana. Ég hélt að það væri enginn inni, hvað þá Scurlock.“

Bræðurnir tveir komu auga á einhvern inni í tjaldvagninum og hringdu strax í neyðarlínuna. Þegar lögregla nálgaðist tjaldvagninn var skotið innan úr honum og lögregla svaraði skothríðinni. Scurlock fannst látinn inni í tjaldvagninum og leiddi rannsókn í ljós að hann hefði sjálfur hleypt af skotinu sem dráp hann.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”