fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ófrísk kona átti að fara á sjúkrahús til að fæða – Þá blasti hryllileg sjón við henni

Pressan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpu ári, 7. júní 2023, var bresk kona að nafni Rebecca Moss gengin 39 vikur á leið. Þennan dag stóð til að hún gengist undir keisaraskurð á sjúkrahúsi í Manchester. Hún reyndi að vekja manninn sinn en henni til ómælds hryllings reyndist hann vera látinn.

Maðurinn hét Thomas Gibson og var 40 ára gamall.

BBC greinir frá málinu.

Nú stendur yfir rannsókn á andláti Gibson en hann var sofandi á sófa heimilis hans og Moss þegar hann fór í hjartastopp og lést. Komið hefur upp úr krafsinu að ellefu dögum áður hafi hann verið til rannsóknar á sjúkrahúsi en læknir er sagður hafa gert mistök við úrlestur á hjartalínuriti.

Moss segist hafa vaknað um fimm leytið um morguninn þennan dag og reynt að vekja manninn sinn með áminningu um að í dag kæmi barnið þeirra í heiminn. Þegar hún hafi snert hann hafi hann hins vegar verið kaldur og stífur viðkomu.

Hvað sem þessari martröð leið þurfti Moss hins vegar nokkrum klukkutímum síðar að koma barninu í heiminn.

Moss hringdi strax í neyðarlínuna sem sagði henni að koma manni sínum niður á gólf og byrja hjartahnoð. Það var af augljósum ástæðum afar erfitt líkamlega fyrir hina kasóléttu Moss en ofan á það bættist það mikla áfall sem hún varð fyrir þegar þessi sjón blasti við henni.

Hægt að koma í veg fyrir hinn ótímabæra dauða

Barnið sem kom í heiminn sama dag er stúlka. Moss segir að maður hennar hafi verið afar spenntur fyrir því að verða faðir. Hún segir þær mæðgur bjóða honum góða nótt á hverju kvöldi þegar sú litla fer í rúmið, með því að ávarpa ljósmynd af honum, og dóttir þeirra eigi einnig teppi sem saumað hafi verið saman úr öllum uppáhalds peysum föður hennar.

Moss segir að maður hennar muni lifa áfram í gegnum dóttur þeirra en það breyti því ekki að með réttu ætti hann enn að vera í tölu lifenda.

Eins og áður segir hafði Gibson farið á sjúkrahús ellefu dögum fyrir andlátið en hann hafði þá verið slæmur í maganum í þrjár vikur. Hjartalínurit var tekið og unglæknir taldi það sýna merki um einhvers konar stíflu í æðum hjartans og vísaði tilfellinu til sér reyndari læknis.

Sá læknir segir að vissulega hafi hjartalínuritið sýnt merki um eitthvað óvenjulegt en hann hafi talið það skipta litlu máli þar sem Gibson hefði ekki verið með nein önnur einkenni en óþægindi í maga. Hann var því útskrifaður og sagt að koma aftur ef ástandið skánaði ekki.

Síðar kom í ljós að um svo mikla stíflu við hjarta Gibson var að ræða að hann gat farið í hjartastopp á hverri stundu.

Sjúkrahúsið hefur viðurkennt að Gibson hafi verið veitt ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta og að það beri sök á dauða hans. Læknirinn segir að eftir á að hyggja hafi verið meira að hjá Gibson en hann hafi áttað sig á þegar hann hafi meðhöndlað hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega