fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Pressan

Stjörnufræðingar sáu ofurmassamikið svarthol vakna til lífsins

Pressan
Sunnudaginn 30. júní 2024 09:00

Svarthol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni eru stjörnufræðingar að fylgjast með ofurmassamiklu svartholi „vakna til lífsins“ eftir langan svefn. Vísindamenn telja að svartholið hafi komist í tæri við nýtt efni sem veldur því að birtustig þess hefur aukist.

Svartholið er í miðju vetrarbrautarinnar SDSS1335+0708 og hafa stjörnufræðingar getað fylgst með því í rauntíma þegar það er að vakna til lífsins. Þeir vita ekki með vissu af hverju það er að vakna til lífsins.

Svartholið er engin smásmíði því það er um milljón sinnum massameira en sólin okkar. Það er í um 300 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Vísindamenn áttuðu sig á að eitthvað var að gerast með svartholið fyrir fimm árum þegar birtustig þess jókst skyndilega. Rannsóknir leiddu í ljós að það var orðið fjórum sinnum bjartara en áður. Birtustig þess er enn að aukast.

Rannsókn stjörnufræðinganna verður birt í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics.

Ofurmassamikil svarthol eru yfirleitt í miðju vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Hið gríðarlega þyngdarafl þeirra sogar til sín ryk, gas, stjörnur og plánetur. Þyngdarafl þeirra er svo sterkt að ekki einu sinni ljós getur sloppið frá því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 10 daga í skógi í Kaliforníu – Fjallaljón elti hann í langan tíma

Fannst eftir að hafa verið týndur í 10 daga í skógi í Kaliforníu – Fjallaljón elti hann í langan tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetinn sagður hafa klúðrað kappræðunum stórkostlega – „Hann virkaði eins og forngripur“

Forsetinn sagður hafa klúðrað kappræðunum stórkostlega – „Hann virkaði eins og forngripur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vara ferðamenn við – Rúmlega 100 handteknir á Baleareyjum

Vara ferðamenn við – Rúmlega 100 handteknir á Baleareyjum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjórir úr ríkustu fjölskyldu Bretlands dæmdir í fangelsi – Misnotuðu starfsfólk sitt

Fjórir úr ríkustu fjölskyldu Bretlands dæmdir í fangelsi – Misnotuðu starfsfólk sitt