fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Pressan

Sérfræðingur bendir á nokkur atriði sem sýna að um „Ástarbréfasvindl“ sé að ræða

Pressan
Sunnudaginn 30. júní 2024 09:00

Fjöldi Íslendinga hefur verið féflettur af svokölluðum ástarsvikurum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem stefnumótamarkaðurinn hefur í sífellt meiri mæli færst yfir á Internetið hafa möguleikarnir á svokölluðum „Ástarbréfasvikum“ aukist til muna. Sérfræðingur einn segir að meðal þess sem fólk eigi að hafa auga með í varðandi slíkt séu fimm atriði sem séu vísbending um að brögð séu í tafli.

Ástrabréfasvik eru þegar fólk kemst í samband við einhvern á Internetinu eða í gegnum stefnumótaforrit og telur að ástir hafi tekist með þeim. Aðilinn á hinum endanum er þó aðeins á höttunum eftir fjármunum viðkomandi og beitir ýmsum brögðum til að komast yfir þá.

Það getur verið erfitt að koma auga á að um svik sé að ræða en ekki ást, svona þegar ástin hefur tekið völdin. En það eru nokkur atriði sem ættu að fá viðvörunarljósin til að blikka, sérstaklega ef „sambandið“ virðist vera of gott til að vera satt.

Hér eru fimm atriði sem vert er að halda auga með að sögn Gareth Williams, sem er sérfræðingur á sviði netsvika hjá tæknifyrirtækinu BioCatch.

„Ástarsprengja“ – Þrátt fyrir að ást við fyrstu sýn sé eitthvað sem sumir upplifa, þá er það svolítið sem fólk þarf að vera á varðbergi gagnvart ef þetta gerist á Internetinu. Svikahrappar notast yfirleitt við „ástarsprengjur“, dæla ástarjátningum og hrósi yfir hinn aðilann. Markmiðið er að viðkomandi falli kylliflöt/flatur fyrir svikahrappinum til að fljótlega sé hægt að biðja viðkomandi um peninga.

Ótrúlega mikill áhugi á einkalífinu – Williams bendir á að það sé mikilvægt að spyrja spurninga til að kynnast hinum aðilanum. En svikahrappar sýni oft ótrúlega mikinn, ýktan, áhuga og spyrji fjölda spurninga en segi ekki neitt um sjálfa sig. Þetta geti verið heillandi en sé eingöngu gert til að fá fólk til að afhjúpa veikleika sína. Þeim mun meira sem svikahrappurinn veit um viðkomandi, þeim mun auðveldara er fyrir hann að nota það sjálfum sér til gagns og að lokum blekkja viðkomandi.  Hann ráðleggur fólki því til varkárni þegar kemur að því að deila upplýsingum um sjálft sig á Internetinu.

Viðkomandi býr á sama stað og þú en er sjaldan heima – Williams segir að svikahrapparnir segist oft starfa við eitthvað sem geri að verkum að þeir þurfi að ferðast mikið eða komi með einhverja aðra afsökun fyrir að þeir dvelja oft erlendis. Þeir segjast kannski vera hermenn, embættismenn eða það sem er allra vinsælast: starfsmaður á olíuborpalli. Þetta tryggir þeim góða afsökun fyrir að vera að heiman í langan tíma og það sem er ekki síður mikilvægt – að geta beðið um peninga til að geta keypt sér flugmiða heim til að hitta fórnarlambið.

Aflýst á síðustu stundu – Hann segir að ef fólk kemst í samband við svikahrapp, þá lendi það yfirleitt í því að hann aflýsi á síðustu stundu og komi með ítarlega afsökun fyrir að geta ekki hitt fórnarlambið. Það skipti engu máli hversu oft sé ákveðið að hittast, það gerist ekki. Þetta sé vel þekkt bragð til að hafa stjórn á fórnarlambinu.

Biður um peninga – Williams segir að það sem eigi allra helst að hringja aðvörunarbjöllum sé þegar hinn aðilinn biður um peninga og segist þurfa þá strax. Svikahrappurinn segist þurfa að fá peninga samstundis, til dæmis vegna veiks ættingja sem vanti lífsnauðsynleg lyf, að hann sé sjálfur í lífshættu eða sæti ofsóknum. Sumir biðja einnig um peninga vegna frábærs fjárfestingatækifæris sem munu skila miklum hagnaði á skömmum tíma.

Williams ráðleggur fólki að senda aldrei peninga eða deila persónulegum upplýsingum með einhverjum sem maður hefur ekki hitt í eigin persónu og skipti engu máli hvaða rök viðkomandi setur fram eða þótt viðkomandi virðist mjög sannfærandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir
Pressan
Í gær

Horfðu með hryllingi á loftbelg fullan af ferðamönnum hrapa

Horfðu með hryllingi á loftbelg fullan af ferðamönnum hrapa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 10 daga í skógi í Kaliforníu – Fjallaljón elti hann í langan tíma

Fannst eftir að hafa verið týndur í 10 daga í skógi í Kaliforníu – Fjallaljón elti hann í langan tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetinn sagður hafa klúðrað kappræðunum stórkostlega – „Hann virkaði eins og forngripur“

Forsetinn sagður hafa klúðrað kappræðunum stórkostlega – „Hann virkaði eins og forngripur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vara ferðamenn við – Rúmlega 100 handteknir á Baleareyjum

Vara ferðamenn við – Rúmlega 100 handteknir á Baleareyjum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjórir úr ríkustu fjölskyldu Bretlands dæmdir í fangelsi – Misnotuðu starfsfólk sitt

Fjórir úr ríkustu fjölskyldu Bretlands dæmdir í fangelsi – Misnotuðu starfsfólk sitt