fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Pressan

„Ódauðlegar“ stjörnur í miðju Vetrarbrautarinnar gætu hafa fundið óþrjótandi orkuuppsprettu

Pressan
Sunnudaginn 30. júní 2024 17:30

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðju Vetrarbrautarinnar er klasi stjarna sem eru miklu yngri en þær eiga að vera fræðilega séð. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þessar stjörnur geti í raun verið ódauðlegar og hafi fundið óþrjótandi orkuuppsprettu sem heldur þeim gangandi að eilífu.

Live Science segir að í rannsókninni komi fram að stjörnurnar geti verið „ódauðlegar“ vegna þess að þær fangi í sífellu hulduefni og eyði því í kjarna sínum.

Vísindamenn notuðu reiknilíkön af þróun stjarna í rannsókn sinni. Þeir komust að því að hulduefnisagnir, sem þyngdaraflssvið þessara stjarna ná, rekist oft saman og tortími hver annarri inni í stjörnunni og breytist þá í venjulegar agnir um leið og þær losa um töluvert mikla orku.

Þessi aukaorka gæti viðhaldið jafnvægi stjarnanna og hugsanlega gert þær ódauðlegar, meira að segja eftir að þær hafa klárað allan þann forða sinn sem veldur kjarnasamruna í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?

Hvað geta demókratar gert eftir stórslysið í kappræðunum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést

Michael Jackson skuldaði 500 milljónir dollara þegar hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju hafa karlmenn svona mikinn áhuga á brjóstum?

Af hverju hafa karlmenn svona mikinn áhuga á brjóstum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir

Örlagasaga Fílamannsins – Álitinn vanskapningur – Dreymdi um það eitt að lifa lífinu eins og aðrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði

Nýfundin risaeðlutegund nefnd eftir norrænum guði