fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Fjögur lykilatriði til að léttast

Pressan
Laugardaginn 29. júní 2024 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr Michael Mosley er frægur fyrir að hafa þróað hina svokölluðu Fast 800 aðferð til að grennast en þetta er sögð vera ný útgáfa af 5:2 megruninni sem hefur að sögn hjálpað mörg þúsund manns að losna við aukakíló. Hann lést í byrjun mánaðarins þar sem hann var í fríi í Grikklandi. Hann fór í gönguferð og skilaði sér ekki aftur úr henni. Mikil leit hófst þá að honum og að lokum fannst lík hans. Talið er að hann hafi hnigið niður, hugsanlega af völdum hita, og látist af völdum hita og vökvaskorts.

Mirror segir að Mosley, sem var ákafur talsmaður Miðjarðarhafsmataræðisins, hafi talið að Fast 800 sé besta leiðin fyrir alla sem vilja léttast. Hann sagði að vísindin hafi sýnt að áhrifamesta leiðin til að léttast sé að fylgja áætlun sem feli í sér föstu með reglulegu millibili, að borða sé á ákveðnum tímum og að Miðjarðarhafsmataræði sé fylgt. „Þess vegna fann ég Fast 800 upp,“ sagði hann.

Hér er yfirlit yfir fjögur lykilatriði varðandi mataræði þeirra sem vilja léttast:

Dragðu úr sykurneyslu. Mosley mælir með að þeir sem vilja léttast hratt „skeri vel niður í sykurneyslu, sykruðu nammi, drykkjum og eftirréttum“. Þar falla flestar tegundir morgunkorns undir og margir tilbúnir þeytingar. Hann sagði að það að skera niður sykurneyslu sé sé lykilinn að því að minnka magafituna.

Fasta er að hans mati leið til að auka fitubrennslu. Samkvæmt Fast 800 aðferðinni á ekki að innbyrða meira en 800 hitaeiningar þá daga sem fastað er. Haft er eftir honum að þegar við borðum færri hitaeiningar en venjulega bregðist líkaminn við með því að auðvelda fitubrennslu.

Æfingar með mikilli ákefð eru eitt það besta sem er hægt að gera til að lifa löngu og heilbrigðu lífi að sögn Mosley. Hann benti á að æfingar einar og sér eru ekki nóg til að losna við fitu en þær auki möguleikana á að það gangi upp.

Borða minna af sterkju og kolvetnum. Hann hvetur fólk síðan til að stilla neyslu á kartöflum, brauði, pasta og hvítum hrísgrjónum í hóf því þessi matur innihaldi sterkju og mikið af kolvetnum. Þess í stað sé betra að fylgja lágkolvetna Miðjarðarhafsmataræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig