fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Megrunarlyf gæti linað kæfisvefn hjá feitu fólki

Pressan
Laugardaginn 29. júní 2024 18:31

Kæfisvefn tengist oft offitu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyf sem er notað gegn sykursýki 2 og sem megrunarlyf gæti dregið úr alvarleika kæfisvefns hjá fólki sem glímir við offitu. Þetta gæti orðið til þess að hægt verði að beita lyfjameðferð við kæfisvefni.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að lyfið, sem heitir Tirzepatide og er framleitt af Eli Lilly and Company,  geti að mati vísindamanna hjálpað fólki, sem þjáist af kæfisvefni.

Milljónir manna um allan heim þjást af kæfisvefni og margir þeirra hafa ekki verið greindir með hann.

Forstjóri sykursýki og offitu málefna hjá Eli Lilly and Company sagði í samtali við The Guardian að lyfið geti orðið fyrsta lyfið sem gagnast gegn kæfisvefni.

Margir þeirra sem þjást af kæfisvefni notast við vél sem dælir lofti inn í grímu, sem fólkið hefur á sér á meðan það sefur.

Talsmaður lyfjafyrirtækisins sagði að um 70% þeirra sem þjást af kæfisvefni, þjáist einnig af offitu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig