fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Pressan
Laugardaginn 29. júní 2024 07:30

Vesúvíus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. ágúst árið 79 eftir Krist gaus í rómverska eldfjallinu Vesúvíus. Gosmökkurinn náði rúmlega 32 km hæð. Aska og steinar hröpuðu til jarðar  og Pompeii og Herculaneum grófust undir ösku og steinum.

Miðað við samtímaheimildir þá lauk sögunni eiginlega þarna. Báðar borgirnar þurrkuðust út og íbúar þeirra létust.

Eða svo var talið. Ný rannsókn varpar öðru ljósi á þetta því fólk komst lífs af og náði að byggja líf sitt upp á nýjan leik

Pompeii og Herculaneum voru auðugar borgir rétt sunnan við Napólí. Um 30.000 manns bjuggu í Pompeii og um 5.000 í Herculaneum.

Gosinu í Vesúvíusi er yfirleitt lýst sem „heimsendaatburði“ þar sem enginn komst lífs af.

Gosið stóð yfir í 18 klukkustundir. Þær líkamsleifar sem fundust í borgunum voru aðeins lítill hluti íbúbafjöldans. Einnig vantað ýmsa hluti sem reikna mátti með að hefðu varðveist. Það vantaði kerru og hesta í hesthúsin, skip hurfu frá bryggju og peningar og skartgripir voru teknir úr geymsluhólfum.

Allt þetta bendir til að margir, ef ekki nánast allir, borgarbúar hafi náð að flýja ef þeir gerðu það nógu snemma.

Nú hafa sannanir fyrir þessu fundist í gömlum rómverskum skjölum. Þau sýna að rúmlega 200 manns, hið minnsta, komust af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig