fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Fundu risastórt árkerfi djúpt undir ísnum á Suðurskautinu

Pressan
Laugardaginn 29. júní 2024 15:00

Risastórt árkerfi fannst undir íshellunni. Mynd:José Jorquera (Antarctica.cl), University of Santiago, Chile

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðfræðingar, sem boruðu í massífa íshelluna á Suðurskautinu fundu leifar forns árkerfis sem vatn streymdi eitt sinn eftir. Er kerfið um 1.500 km á lengd.

Live Science skýrir frá þessu og segir að þessi uppgötvun veiti innsýn í sögu jarðarinnar og bendi til að miklar loftslagsbreytingar hafi breytt henni. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances.

Loftslagið breyttist mjög mikið fyrir 34 til 44 milljónum ára. Þá minnkaði magn koltvíoxíðs  mjög mikið og það leiddi til þess að jökar mynduðust en fram að því var jörðin laus við jökla og ís.

Vísindamenn vilja gjarnan rannsaka hvernig þessar miklu loftslagsbreytingar áttu sér stað á Suðurskautinu, sérstaklega í ljósi þess að nú eykst magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Það er ekki auðvelt að rannsaka hvað átti sér stað á Suðurskautslandinu því landið er að mestu þakið þykku íslagi sem gerir að verkum að erfitt er að komast að jarðveginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart

„Hún er svo gömul“ – Eineygð úlfynja kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig