fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Sumarólympíuleikar gætu heyrt sögunni til

Pressan
Föstudaginn 28. júní 2024 20:30

Ólympíuleikarnir fóru síðast fram í Tókýó. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafólk og vísindamenn segja að í framtíðinni geti verið útilokað að halda ólympíuleika að sumri til og að raunar sé ekki svo langt þangað til að þessi staða geti verið komin upp.

Sky News skýrir frá þessu og segir vísindamenn við Portsmouth háskóla og hópur ólympíufara hafi í sameiningu sent frá sér aðvörun um þetta. Segir fólkið að hækkandi hitastig geti orðið til þess að íþróttamenn hnígi einfaldlega niður vegna hita og í verstu tilfellum geti þeir dáið.

Í skýrslu hópsins, sem nefnist „Rings of Fire: Heat Risks at the 2024 Paris Olympics, er hvatt til þess að Alþjóðaólympíunefndin og önnur íþróttasamtök láti til sín taka hvað varðar loftslagsbreytingarnar.

Meðal þess sem lagt er til, er að breyta skipulagi ólympíuleikana þannig að þeir fari fram í kaldari mánuðum eða á kaldari tímum dagsins.

Ólympíuleikarnir fara fram í París þetta árið og hefur franska Météo France veðurstofan nú þegar spáð því að 70% líkur séu á að það verði hlýrra í borginni í júlí og ágúst en venjulega.

Í skýrslunni bera vísindamenn saman muninn á hitastiginu nú og 1924 þegar ólympíuleikarnir fóru síðast fram í París. Niðurstaða þeirra er að nú er hitinn að meðaltali 3,1 gráðu hærri í júlí og ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig