fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Húðflúrari hvetur fólk til að fá sér aldrei þetta húðflúr

Pressan
Föstudaginn 28. júní 2024 04:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúrari einn hvetur fólk til að sleppa því að fá sér eina ákveðna tegund húðflúrs, jafnvel þótt það sé mjög vinsælt að fá sér slíkt húðflúr.

Sabrina Rogers-Anderson starfar sem húðflúrari í Kanada og hefur gert árum saman og hefur því húðflúrað mjög marga.

Byggt á reynslu sinni hvetur hún foreldra til að sleppa því að fá sér húðflúr með nöfnum barna þeirra. Hún bendir á að flestir viti að það er ekki góð hugmynd að fá sér húðflúr með nafni unnustu eða unnusta og það sama eigi við um nöfn barnanna sinna en ástæðan er þó önnur en hvað varðar kærustur og kærasta.

Hún segir að flestir láti eflaust húðflúra nöfn barna sinna á sig af ást og umhyggju fyrir börnunum en hún telur miklar líkur á þegar barnið eldist finnist því vandræðalegt að sjá nafnið sitt húðflúrað á mömmu eða pabba.

„Það eru miklar líkur á að börnin þín verði pirruð á þessari ákvörðun þinni þegar þau ganga á ströndinni með þér og risastórt húðflúrið með nöfnum þeirra er skáletrað á bakinu þínu,“ skrifaði hún á spjallvefnum Netmums að sögn Mirror.

Hún benti einnig á að það sé ekki að ástæðulausu sem húðflúrarar hafi góðar tekjur af að hylja húðflúr með öðru húðflúri og læknar með að fjarlægja húðflúr með leysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir