fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Forsetinn sagður hafa klúðrað kappræðunum stórkostlega – „Hann virkaði eins og forngripur“

Pressan
Föstudaginn 28. júní 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu kappræðurnar vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. Þykir Donald Trump þar hafa staðið sig betur og eru demókratar sagðir í krísu eftir að forsetaefni þeirra, Joe Biden Bandaríkjaforseti, kom illa fyrir.

New York Post skrifar í ritstjórnargrein sinni nú í morgun að Bandaríkjamenn hafi í nótt orðið vitni að lokum forsetatíðar Biden. Það sé engin leið fyrir forsetann að ná sér aftur á strik.

„Hljóðin sem þið heyrðuð í gærkvöldi voru fulltrúar demókrata um landið allt að öskra á sjónvarpið sitt. Biden lifir þetta ekki af. Það er pólitísk vanræksla að leyfa honum að halda framboði sínu til streitu. Biden eyddi heilli viku í að undirbúa kappræðurnar og þetta var hans besta frammistaða. Það eitt ætti að skjóta öllum skelk í bringu.“

Blekkingin afhjúpuð

New York Post þykir almennt hafa mikla hægri slagsíðu og hafa gert mikið úr meintum elliglöpum forsetans, sem þó er aðeins nokkrum árum eldri en Trump. Miðillinn segir að forsetinn hafi virkað ringlaður í nótt og átt erfitt með að halda þræði. Það séu ljóst að það sé farið að slá út hjá forsetanum og það yrði hörmulegt fyrir Bandaríkin að leyfa Biden að sitja annað kjörtímabil.

„Aðspurður um aldur sinn þá ákvað Biden ekki að verja sig heldur fór þess í stað að rifja upp gömlu góðu daganna sem við höldum að hafi verið um aldamótin 1800. Það er engin furða að Hvíta húsið sé að fela forsetann og halda honum frá fjölmiðlum og opinberum viðburðum. Elíta demókrata er að blekkja Bandaríkjamenn og þessi blekking var afhjúpuð í gærkvöldi.“

AP fréttastofan rekur að það sé óumdeilanleg staðreynd að ef Biden nær endurkjöri þá situr hann í embætti þar til hann er 86 ára gamall. Þar með yrði hann elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Það sé ekki um það að deila að Biden hafi átt erfitt í nótt. Hann var hás og átti erfitt með að koma orði á það sem hann vildi sagt hafa. Á einum tíma hafi hann misst þráðinn algjörlega með áberandi hætti.

Trump hafi gripið boltann á lofti og hreinlega sagt að hann hafi ekki hugmynd um hvað Biden væri að reyna að segja.

„Ég held að hann viti það ekki heldur.“

Biden skaut til baka: „Þú ert asni og aumingi,“ sagði forsestinn og bætti síðar við: „Þú ert með siðferði á við flækingskött“.

AP fréttastofan rekur að kappræður snúist í raun ekki um málefnin heldur um það hversu mörgum skotum frambjóðendur koma á mótherja sinn. Þetta sé ekki sanngjarn veruleiki en svona virki stjórnmál í Bandaríkjunum.

Trump hafi ítrekað farið með rangfærslur og hafi fyrstur forsetaframbjóðenda sagt: „Ég hafði ekki samfarir við klámstjörnu,“ og það í beinni útsendingu. Trump fór mikinn um að hann hafi rekið bestu efnahagsstefnu Bandaríkjanna fyrr og síðar. Hann hafi eins sakað Biden ranglega um að ætla að leyfa þungunarrof eftir fæðingu.

Algjör hörmung fyrir Biden

Kappræðurnar fóru fram á sjónvarpsstöðinni CNN og fyrstu kannanir sýna að Trump hafði mikla yfirburði, en 67% áhorfenda töldu fyrrverandi forsetann standa sig betur.

„Þessar kappræður voru algjör hörmung fyrir Biden,“ skrifaði fréttamaður CNN, Chris Cilizza, á samfélagsmiðlum. „Hann virkaði eins og forngripur. Hann missti þráðinn ítrekað í svörum sínum. Það var erfitt að skilja hann. Hann átti til að hætta í miðri setningu og vaða úr einu yfir í annað. Það hvarflaði ekki að mér að hann myndi standa sig svona illa. Þetta er galið.“

Varaforsetinn Kamala Harris telur þó gagnrýnina nokkuð ósanngjarna. Biden hafi byrjað illa en svo náð sér á strik eftir því sem á leið.“

Forsetafrúin Jill Biden hrósaði manni sínum á sviði kappræðanna að þeim loknum. „Joe þú stóðst þig svo vel. Þú svaraðir öllum spurningunum og vissir allar staðreyndir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig