fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Fannst eftir að hafa verið týndur í 10 daga í skógi í Kaliforníu – Fjallaljón elti hann í langan tíma

Pressan
Föstudaginn 28. júní 2024 16:30

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lukas McClish lagði upp í þriggja klukkustunda gönguferð í óbyggðum Kaliforníu að morgni 11. júní síðastliðinn. Það teygðist þó heldur betur á gönguferðinni því hann villtist og og fannst ekki fyrr en eftir 10 daga.

Síðast sást til ferða hans nærri Big Baskin Redwood State Park, sem er um 20 km norðan við Santa Cruz, að morgni 11. júní. Tilkynnt var um hvarf hans 16. júní að sögn lögreglunnar í Santa Cruz. Bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um mann sem hefði hrópað á hjálp.

Lögreglan notaði dróna við leitina að honum. Það var síðan á föstudaginn sem þjóðgarðsverðir fundu hann og gátu með aðstoð slökkviliðsmanna komið honum til byggða.

Sky News segir að McClish hafi ætlað í þriggja klukkustunda gönguferð þegar hann villtist. Hann hafi ekki verið með neitt meðferðis því þetta hafi átt að vera stutt gönguferð. Hann var aðeins með vasaljós og skæri meðferðis.

Hann sagðist hafa gengið eftir gljúfrum og drukkið vatn úr fossum í þeim. Hann sagðist ekki hafa haft áhyggjur á meðan hann var villtur. Fjallaljón hafi elt hann um hríð en það hafi verið allt í lagi því það hafi haldið sig í góðri fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig