fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Vara ferðamenn við – Rúmlega 100 handteknir á Baleareyjum

Pressan
Fimmtudaginn 27. júní 2024 08:00

Frá Mallorca. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögregla hefur aukið viðbúnað sinn á Baleareyjum en meðal þeirra eru Mallorca og Ibiza. Ástæða er mikill fjöldi þjófnaðarmála og hvetur lögreglan ferðamenn til að vera vel á verði.

Lögreglan hefur nú þegar handtekið rúmlega 100 manns í tengslum við aðgerðir sínar gegn „sumarglæpum“. Flestir hinna handteknu eru grunaðir um þjófnað að sögn Cronica Balear.

Sumarleyfistímabilið er bara nýhafið á eyjunum en samt sem áður hafa þjófar látið mikið að sér kveða. Margir hafa orðið fyrir barðinu á þeim og allmargir hafa séð á eftir öllum eigum sínum í greipar þjófa.

Þjófarnir eru sagðir vera mjög virkir í gestamóttökum hótela og öðrum svæðum þar sem ferðamenn koma mikið. Ölvaðir ferðamenn eru einnig vinsæl fórnarlömb enda yfirleitt ekki erfiðir viðureignar.

Einkennisklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn taka þátt í aðgerðunum og munu halda þeim áfram í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir