fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Fjórir úr ríkustu fjölskyldu Bretlands dæmdir í fangelsi – Misnotuðu starfsfólk sitt

Pressan
Fimmtudaginn 27. júní 2024 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir meðlimir ríkustu fjölskyldu Bretlands voru dæmdir í fangelsi á föstudaginn fyrir að hafa misnotað starfsfólk sitt í glæsihýsi fjölskyldunnar í Sviss. Það var svissneskur dómstóll sem dæmdi fólkið í fangelsi.

Kaupsýslumaðurinn Prakash Hinduja og eiginkona hans, Kamel Hinduja, voru dæmd í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Sonur þeirra, Ajay Hinduja, og eiginkona hans, Namrata Hinduja, voru dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Auður fjölskyldunnar er metinn á 37 milljarða punda en það svarar til um 7.500 milljarða íslenskra króna.

Fyrir dómi kom fram að fjölskyldan hafði fyrir vana að ráða starfsfólk beint frá Indlandi til að vinna í glæsihýsi hennar í Sviss. Fjölskyldan er ættuð frá Indlandi.

Fólkið fékk svo mánaðarlaun upp á sem svarar til um 35.000 til 70.000 íslenskra króna. Þess utan fékk það afar sjaldan að yfirgefa glæsihýsið.

Fjölskyldan neitaði sök og sagði málareksturinn eingöngu snúast um tilraunir ákæruvaldsins til að gera út af við „Hinduja-fjölskylduna“.

Fjölskyldumeðlimirnir voru einnig ákærðir fyrir mansal en voru sýknaðir af þeirri ákæru.

Áður en málið var tekið fyrir dóm, hafði fjölskyldan gert sátt við þá þrjá starfsmenn sem sökuðu hana um misnotkun.

En þrátt fyrir sáttina, ákvað ákæruvaldið að fara með málið fyrir dóm og rökstuddi það með að þetta væri svo alvarlegt mál.

Í lokaræðu sinni sagði saksóknarinn í málinu að fjölskyldan hefði notfært sér það valdaójafnvægi sem er á milli valdamikils vinnuveitanda og starfsfólks. Þetta hefði fjölskyldan gert til að spara peninga. „Þau högnuðust á eymd heimsbyggðarinnar,“ sagði saksóknarinn að sögn TV2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir