fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Pressan
Fimmtudaginn 27. júní 2024 15:30

Afrískir fílar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðunarferð hinnar 64 ára Juliana Gle Tourneau, frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, nærri Maramba Cultural Bridge í Livingstone í Sambíu í síðustu viku, endaði hörmulega. Fíll dró hana út úr bílnum og traðkaði hana til bana.

Metro skýrir frá þessu og segir að bíllinn, sem Juliana var í, hafi verið stöðvaður vegna umferðar fíla um veginn á miðvikudag í síðustu viku. Þetta var á sjötta tímanum síðdegis. Talsmaður lögreglunnar sagði að fíllinn hafi dregið Juliana út úr bílnum og síðan traðkað hana til bana.

Fílar fara oft um þetta svæði í leit sinni að æti.

Yfirvöld í Sambíu ráðleggja ferðamönnum að fara mjög varlega þegar fylgst er með dýralífi.

Juliana var annar ferðamaðurinn sem dýr banaði í Sambíu það sem af er ári. Í mars réðst fíll á bíl, fullan af ferðamönnum í Kafue þjóðgarðinum. Gail Mattson, 79 ára Minnesotabúi, lést þá. Fjórir til viðbótar slösuðust alvarlega og fjórir hlutu minniháttar áverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir