fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Pressan
Miðvikudaginn 26. júní 2024 07:30

Stórfótur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Larry Doil Sanders, 55 ára Oklahómabúi, var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt vin sinn, Jimmy Knighten, fyrir tveimur árum. Ástæðan fyrir morðinu var að Larry taldi að Jimmy hefði „kallað á Stórfót“ og hafi ætlað honum að éta Larry.

Independent segir að Larry muni eyða því sem hann á eftir ólifað í fangelsi því í dómnum er kveðið á um að hann geti ekki fengið reynslulausn.

Það var 10. júlí 2022 sem lögreglunni í Seminole County og Pontotoc County var tilkynnt um hugsanlegt morð. Lík Jimmy hafði þá fundist.

Lögreglan fékk aðstoð frá ríkislögreglunni í Oklahoma við rannsókn málsins. Larry var fljótlega tekinn til yfirheyrslu. Hann sagði að hann og Jimmy hefðu verið vinir og játaði að hafa drepið hann.

Hann sagði að þeir hafi farið saman í veiðiferð  þann 9. júlí. Til deilna kom þeirra á milli og sagðist Larry þá hafa slegið Jimmy og síðan kyrkt hann. Aðspurður sagðist hann hafa drepið Jimmy því hann hafi „kallað á Stórfót“ og ætlað honum að drepa Larry og éta.

Stórfótur er goðsagnavera sem er sögð lifa í skógum í Norður-Ameríku.

Þegar Larry skýrði frá málinu fyrir dómi sagðist hann ekki aðeins telja að Jimmy hafi kallað á Stórfót, heldur hafi hann séð þessa stóru veru nærri veiðistaðnum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir